Þriðja og síðasta systirin komin heim

Búnaður verður settur í Viðey á næstu vikum hjá Skaganum …
Búnaður verður settur í Viðey á næstu vikum hjá Skaganum 3X á Akranesi. mbl.is/Árni Sæberg

Vel var tekið á móti nýjum ísfisktogara HB Granda, Viðey RE, við hátíðlega athöfn við Reykjavíkurhöfn í gær. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði Viðey, ásamt systurskipum hennar, Engey og Akurey, mun umhverfisvænni en þau skip sem þau leysa af hólmi. Tilkomu systranna þriggja megi líkja við byltingu.

Viðey leysir af hólmi Ottó N. Þorláksson sem þjónað hefur útgerðinni í tæp 40 ár, en Engey og Akurey komu hingað til lands fyrr á árinu frá Céliktrans-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi.

Rannveig Rist, varaformaður stjórnar HB Granda, gaf skipinu formlega nafn.
Rannveig Rist, varaformaður stjórnar HB Granda, gaf skipinu formlega nafn. mbl.is/Árni Sæberg

Kosta sjö milljarða króna

Ísfisktogararnir þrír kosta samtals um sjö milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Vilhjálmur fjallaði í gær um mikilvægi endurnýjunar flotans fyrir félagið auk þess sem hann þakkaði því góða fólki sem einna helst hefði unnið að smíði skipsins.

Ráðherrann óskaði enn fremur HB Granda til hamingju með Viðey og sagði skipið vera góðan vitnisburð um þann kraft og sóknarhug sem einnkennir HB Granda og um leið íslenskan sjávarúteg um þessar mundir.

Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey. Áhöfnin af Ottó N. …
Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey. Áhöfnin af Ottó N. Þorlákssyni fylgir honum yfir á nýja skipið. mbl.is/Árni Sæberg

Vel við hæfi á 100 ára afmæli hafnarinnar

Karlakór Reykjavíkur söng lag fyrir gesti og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar óskaði félaginu til hamingju og nefndi í ávarpi sínu hversu vel við hæfi það væri að fá þrjú ný skip í Reykjavíkurhöfn á 100 ára afmæli gömlu hafnarinnar.

Hún nefndi einnig mikilvægi sjávarútvegs í áranna rás og að sjávarútvegurinn muni áfram vera ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Að lokum afhenti hún Ella skipstjóra og áhöfn skipsins gjöf í tilefni komu skipsins.

Rannveig Rist, varaformaður stjórnar HB Granda, gaf skipinu síðan formlega nafn og Sr. Hjálmar Jónsson blessaði skipið. Eftir blessunina söng karlakórinn að nýju. Í lok athafnarinnar gafst gestum kostur á að skoða skipið og þiggja veitingar um borð undir ljúfum harmonikkuleik Margrétar Arnardóttur.

Vilhjálmur forstjóri HB Granda flutti ávarp við móttökuathöfnina.
Vilhjálmur forstjóri HB Granda flutti ávarp við móttökuathöfnina. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »