„Fyrst og fremst stolt og glöð“

Frá nafngift skipanna tveggja í Cuxhaven.
Frá nafngift skipanna tveggja í Cuxhaven. Ljósmynd/Samherji

Tveimur nýjum og glæsilegum skipum Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja, voru formlega gefin nöfn á föstudag við hátíðlega athöfn í Cuxhaven í Þýskalandi.

Eiginkona ráðuneytisstjóra landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis Þýskalands, Annegret Aeikens, gaf Berlin NC-105 nafn sitt og Harpa Ágústsdóttir, eiginkona Haraldar Grétarssonar framkvæmdastjóra DFFU, gerði hið sama við Cuxhaven NC-100. Um er að ræða fyrstu nýsmíðar útgerðarfélagsins síðan árið 1990.

Af þessu tilefni var efnt til móttöku fyrir viðskiptavini, embættismenn, birgja, starfsmenn og velunnara félagsins. Alls mættu um 400 gestir frá 17 löndum. Haraldur Grétarsson, dr. Ulrich Getsch, borgarstjóri Cuxhaven og dr. Hermann Onko Aeikens, ráðuneytisstjóri landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins, fluttu ávörp við tilefnið, að því er fram kemur á vef Samherja.

Frystiskipin voru smíðuð í Noregi.
Frystiskipin voru smíðuð í Noregi. Ljósmynd/Samherji

Trú á framtíðinni

Segir þar að við tækifærið hafi DFFU afhent sjóminjasafni Cuxhaven níu skipslíkön.

„Líkönin eru af skipum tengdum félaginu og sýna glöggt þróunina sem orðið hefur í útgerð Þýskalands á síðustu öld en elsta líkanið er frá árinu 1921. Þessari gjöf var vel tekið af forsvarsmönnum safnsins enda saga útgerðar Þýskalands og Cuxhaven-borgar samofin. Cuxhaven var ein stærsta fiskihöfn Þýskalands á síðustu öld og lönduðu mörg íslensk fiskiskip afla sínum úr Norðursjó þar,“ segir á vef Samherja.

„Í dag erum við fyrst og fremst stolt og glöð. Við erum að nefna tvö glæsileg skip sem sýna svo engum dylst að við höfum trú á framtíðinni. Við erum búin að starfa í þessu umhverfi síðan 1996 og eru þetta okkar fyrstu nýsmíðar í Þýskalandi,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja.

„Fyrstu árin okkar hér voru ekki auðveld. Undanfarið hefur gengið vel og við trúum að þetta sé mikilvægt skref og upphafið á glæstum kafla í okkar útgerðarsögu í Þýskalandi,“ segir Þorsteinn.

Smíðuð í Noregi, búnaður frá Íslandi

„Þetta er stór dagur í sögu DFFU. Þessar skipasmíðar eru líka mikilvægt skref hjá okkur til að auka samkeppnishæfni okkar í rekstrinum og ekki síður til styrkja stöðu okkar í að laða að okkur hæft ungt fólk í áhugaverð störf á sjó,“ er haft eftir Haraldi Grétarssyni, framkvæmdastjóra DFFU.

„Þetta eru vel launuð störf þar sem við bjóðum upp á bestu fáanlegu vinnuaðstæður. Það var líka einstaklega gaman að sjá hvað bæjarbúar í Cuxhaven sýndu skipunum mikinn áhuga, komu um borð og glöddust með okkur,“ segir Haraldur.

Skipin eru 81,2 metra löng, frystiskip sem voru byggð í norsku skipasmíðastöðinni Mykleburst og hönnuð í samvinnu við Rolls-Royce. Mikið af búnaði þeirra kemur frá íslenskum iðn- og tæknifyrirtækjum og má þar nefna Slippinn og Kælismiðjuna Frost á Akureyri, Vélfag á Ólafsfirði, Héðin hf., Brimrúnu og Marel.

Meðfylgjandi myndskeið gerði sjónvarpsstöðin N4 um nýju skipin:

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 607,30 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 382,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 278,20 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Ufsi 3.110 kg
Samtals 3.110 kg
19.9.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 5.115 kg
Langa 2.411 kg
Keila 150 kg
Þorskur 125 kg
Ufsi 106 kg
Steinbítur 71 kg
Karfi 63 kg
Blálanga 17 kg
Samtals 8.058 kg
19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 607,30 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 382,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 278,20 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Ufsi 3.110 kg
Samtals 3.110 kg
19.9.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 5.115 kg
Langa 2.411 kg
Keila 150 kg
Þorskur 125 kg
Ufsi 106 kg
Steinbítur 71 kg
Karfi 63 kg
Blálanga 17 kg
Samtals 8.058 kg
19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg

Skoða allar landanir »