Boðar lækkun veiðigjalda

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag.

Lilja sagði lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki og sveitarfélög hafa miklar áhyggjur af veiðigjöldum. Sagði hún núverandi fyrirkomulag leiða til samþjöppunar og að engin útgerð þyldi 200-300% hækkun á veiðigjöldum, án þess að skýra þær tölur frekar.

Þá tók hún dæmi um frystihús HB Granda á Akranesi sem lokaði í fyrra. „Það er eitthvað skrítið ef fiskvinnsla og útgerð þrífast ekki á Akranesi. Þá er líka eitthvað að leikreglunum sem við þurfum að skoða hér á Alþingi,“ sagði Lilja. HB Grandi er þó stærsta útgerðarfyrirtæki landsins með 11,3% aflahlutdeild. 

Hagnýti ekki vandann til að lækka sanngjarnt veiðigjald

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, varaði við því að bráðavandi tiltekinna lítilla fyrirtækja væri hagnýttur til að festa í sessi óréttlæti þegar kemur að því eðlilega og sanngjarna gjaldi sem auðlindagjald væri.

Sagði hún fulla ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart breytingum á auðlindagjaldinu þegar í ríkisstjórn sætu þingmenn frá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þeir tveir flokkar hefðu löngum barist gegn innleiðingu auðlindaákvæðis í stjórnarskrá og lagt á kapp á að lækka gjöld fyrir nýtingu auðlindarinnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.12.18 304,14 kr/kg
Þorskur, slægður 9.12.18 360,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.12.18 299,73 kr/kg
Ýsa, slægð 9.12.18 292,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.12.18 127,76 kr/kg
Ufsi, slægður 9.12.18 153,01 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 9.12.18 325,58 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.18 64,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.12.18 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Ýsa 980 kg
Skarkoli 895 kg
Þorskur 261 kg
Ufsi 24 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 8 kg
Samtals 2.168 kg
9.12.18 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 876 kg
Ýsa 221 kg
Þorskur 175 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 10 kg
Samtals 1.282 kg
9.12.18 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Ýsa 449 kg
Langa 280 kg
Þorskur 113 kg
Karfi / Gullkarfi 15 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 6 kg
Keila 5 kg
Samtals 878 kg

Skoða allar landanir »