„Segja að hann sé stærri en í fyrra“

Bjarni Ólafsson AK landaði á Seyðisfirði í gærkvöldi.
Bjarni Ólafsson AK landaði á Seyðisfirði í gærkvöldi. Ljósmynd/Hákon Ernuson

„Það verður að segjast að þetta er góð veiði og byrjunin lofar góðu. Það var töluvert að sjá á veiðislóðinni en fiskurinn var ekki á stóru svæði,“ segir Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, sem kom með 1.800 tonn af kolmunna til Seyðisfjarðar í gærkvöldi.

„Það var prýðisveður á meðan við vorum á miðunum og það skiptir alltaf miklu máli. Fiskurinn sem fæst er líka góður og strákarnir segja að hann sé stærri en í fyrra.“

Gísli segir kolmunnaveiðina í færeysku lögsögunni fara mjög vel af stað.

„Hjá okkur gekk afar vel að fá í bátinn. Við fengum þessi 1.800 tonn í þremur holum og toguðum fyrst í 14 tíma, síðan í sjö og loks í tólf.“

Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að Börkur NK kom í morgun til Neskaupstaðar með rúmlega 2.100 tonn. Þá er Hákon EA væntanlegur til Seyðisfjarðar í kvöld með um 1.700 tonn. Beitir NK er sömuleiðis á veiðum og var í morgun kominn með 2.100 tonn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.4.18 211,35 kr/kg
Þorskur, slægður 20.4.18 300,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.4.18 382,37 kr/kg
Ýsa, slægð 20.4.18 288,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.4.18 58,78 kr/kg
Ufsi, slægður 20.4.18 73,88 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 20.4.18 98,90 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.3.18 225,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.18 Jón Hildiberg RE-060 Grásleppunet
Grásleppa 1.164 kg
Þorskur 33 kg
Rauðmagi 23 kg
Samtals 1.220 kg
20.4.18 Stella EA-028 Grásleppunet
Grásleppa 1.292 kg
Samtals 1.292 kg
20.4.18 Blíða SH-277 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 10.480 kg
Samtals 10.480 kg
20.4.18 Sandfell SU-075 Lína
Steinbítur 499 kg
Ýsa 245 kg
Þorskur 74 kg
Langa 10 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 844 kg

Skoða allar landanir »