Fyrsta makrílnum landað í Eyjum

Fyrsti makrílfarmurinn er kominn til Vestmannaeyja.
Fyrsti makrílfarmurinn er kominn til Vestmannaeyja. mbl.is/Börkur Kjartansson

Unnið er að því að landa fyrsta makrílfarmi sumarsins í Vestmannaeyjum þessa stundina. Það var skipið Guðrún Þorkelsdóttir SU sem kom með fyrsta farminn fyrr í dag, en útgerðin Huginn er með Guðrúnu á leigu á meðan verið er að gera breytingar á Huginn VE úti í Póllandi. Fyrst var greint frá málinu á Eyjar.net.

Í samtali við mbl.is sagði Guðmundur Ingi Guðmundsson skipstjóri að þeir hefðu veitt um 160 tonn af makríl, mest suður af Vestmannaeyjum. „Þau fengust í þremur hölum, 50 tonn, 30 tonn og svo 80 tonn í morgun.“

Huginn VE er staddur í Póllandi.
Huginn VE er staddur í Póllandi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Guðmundur Ingi segir veiðarnar hafa hafist seinna en venjulega, en þeir lögðu af stað frá Eskifirði á miðvikudag, fyrir tveimur dögum síðan. „Við erum á nýju skipi svo þetta tók smá tíma en gekk samt vel. Fiskurinn er á hefðbundnum slóðum miðað við tíma hérna suður af Eyjum. Okkur sýnist hann líka bara svipað á sig kominn og undanfarin ár.“

Sigla aftur á miðin í nótt

„Við keyrðum bara á gamlar slóðir sem við þekkjum. Þar var einhver fiskur. Við reyndar sigldum að austan og prófuðum eitt hal á leiðinni og fengum fisk þar.“

Makrílinn verður unninn í Vinnslustöðinni, en þar er vinnsla að hefjast og þess vegna ákváðu Guðmundur Ingi og skipsfélagar hans að koma ekki með meira í þetta skiptið. „Það eru hnökrar á þessu oft í byrjun. En við komumst vonandi út aftur í nótt og verðum búnir að kasta í fyrramálið. Það er planið. Svo veit ég að það eru að fara út einhverjir bátar hérna frá Vestmannaeyjum á eftir. Þetta er bara að byrja.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.18 297,59 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.18 352,34 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.18 206,49 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.18 232,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.18 101,23 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.18 124,18 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.18 262,44 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.10.18 249,86 kr/kg
Blálanga, slægð 15.10.18 231,78 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.10.18 Berti G ÍS-727 Landbeitt lína
Þorskur 2.699 kg
Ýsa 1.531 kg
Skarkoli 32 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 4.275 kg
15.10.18 Helga Sigmars NS-006 Landbeitt lína
Þorskur 353 kg
Ýsa 181 kg
Samtals 534 kg
15.10.18 Straumnes ÍS-240 Landbeitt lína
Þorskur 2.007 kg
Ýsa 1.230 kg
Skarkoli 81 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 3.365 kg
15.10.18 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 2.024 kg
Samtals 2.024 kg

Skoða allar landanir »