Fyrsta makrílnum landað í Eyjum

Fyrsti makrílfarmurinn er kominn til Vestmannaeyja.
Fyrsti makrílfarmurinn er kominn til Vestmannaeyja. mbl.is/Börkur Kjartansson

Unnið er að því að landa fyrsta makrílfarmi sumarsins í Vestmannaeyjum þessa stundina. Það var skipið Guðrún Þorkelsdóttir SU sem kom með fyrsta farminn fyrr í dag, en útgerðin Huginn er með Guðrúnu á leigu á meðan verið er að gera breytingar á Huginn VE úti í Póllandi. Fyrst var greint frá málinu á Eyjar.net.

Í samtali við mbl.is sagði Guðmundur Ingi Guðmundsson skipstjóri að þeir hefðu veitt um 160 tonn af makríl, mest suður af Vestmannaeyjum. „Þau fengust í þremur hölum, 50 tonn, 30 tonn og svo 80 tonn í morgun.“

Huginn VE er staddur í Póllandi.
Huginn VE er staddur í Póllandi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Guðmundur Ingi segir veiðarnar hafa hafist seinna en venjulega, en þeir lögðu af stað frá Eskifirði á miðvikudag, fyrir tveimur dögum síðan. „Við erum á nýju skipi svo þetta tók smá tíma en gekk samt vel. Fiskurinn er á hefðbundnum slóðum miðað við tíma hérna suður af Eyjum. Okkur sýnist hann líka bara svipað á sig kominn og undanfarin ár.“

Sigla aftur á miðin í nótt

„Við keyrðum bara á gamlar slóðir sem við þekkjum. Þar var einhver fiskur. Við reyndar sigldum að austan og prófuðum eitt hal á leiðinni og fengum fisk þar.“

Makrílinn verður unninn í Vinnslustöðinni, en þar er vinnsla að hefjast og þess vegna ákváðu Guðmundur Ingi og skipsfélagar hans að koma ekki með meira í þetta skiptið. „Það eru hnökrar á þessu oft í byrjun. En við komumst vonandi út aftur í nótt og verðum búnir að kasta í fyrramálið. Það er planið. Svo veit ég að það eru að fara út einhverjir bátar hérna frá Vestmannaeyjum á eftir. Þetta er bara að byrja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 502,94 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 464,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,40 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 402,58 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 2.073 kg
Ýsa 165 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 2.319 kg
20.9.24 Elva Björg SI 84 Handfæri
Þorskur 722 kg
Ufsi 89 kg
Ýsa 11 kg
Karfi 3 kg
Samtals 825 kg
20.9.24 Kópur EA 140 Handfæri
Þorskur 594 kg
Ufsi 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 623 kg
20.9.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 3.744 kg
Skarkoli 1.543 kg
Sandkoli 93 kg
Þykkvalúra 80 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 10 kg
Skötuselur 2 kg
Samtals 5.493 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 502,94 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 464,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,40 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 402,58 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 2.073 kg
Ýsa 165 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 2.319 kg
20.9.24 Elva Björg SI 84 Handfæri
Þorskur 722 kg
Ufsi 89 kg
Ýsa 11 kg
Karfi 3 kg
Samtals 825 kg
20.9.24 Kópur EA 140 Handfæri
Þorskur 594 kg
Ufsi 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 623 kg
20.9.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 3.744 kg
Skarkoli 1.543 kg
Sandkoli 93 kg
Þykkvalúra 80 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 10 kg
Skötuselur 2 kg
Samtals 5.493 kg

Skoða allar landanir »