Nýtt hafrannsóknaskip verður smíðað

Bjarna Sæmundssyni verður lagt og nýtt hafrannsóknaskip smíðað.
Bjarna Sæmundssyni verður lagt og nýtt hafrannsóknaskip smíðað. mbl.is/Styrmir Kári

Á sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á miðvikudaginn í næstu viku mun Alþingi samþykkja þingsályktunartillögu um tvö verkefni, sem eru í þágu barna og ungmenna annars vegar og hafrannsókna hins vegar.

Ráðist verður í verkefnin í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

Í tillögu til þingsályktunar, sem hefur verið birt á vef Alþingis segir að hafin verði smíði hafrannsóknaskips með framlagi af fjárlögum næstu þrjú ár. 300 milljónum verður varið til hönnunar og undirbúnings smíðinnar á árinu 2019 og 3,2 milljörðum króna verður svo varið í smíði skipsins á árunum 2020 og 2021.

Bjarni Sæmundsson, annað skipa Hafrannsóknarstofnunar var smíðað árið 1970 og segir í þingsályktunartillögunni að það sé „löngu búið að gegna sínu hlutverki“ og standist ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru til rannsóknaskipa um aðbúna og tæki, auk þess að vera þungt í rekstri.

Barnamenningarsjóður stofnaður

Þá verður Barnamenningarsjóður Íslands stofnaður og mun hann samkvæmt þingsályktunartillögunni fá 100 milljónir króna af fjárlögum næstu fimm ár, 2019-2023, en sjóðurinn mun hafa að markmiði að fjármagna og styrkja verkefni á sviði barnamenningar.

„Gert er ráð fyrir því að styrkt verði verkefni sem efla lýðræðisþátttöku barna og ungmenna og verkefni sem hvetja til aukinnar þátttöku barna í stefnumótun og ákvörðunartöku í nærsamfélagi þeirra. Er hér gert ráð fyrir að um verði að ræða verkefni sem lagt geti grunn að framtíðarþátttöku barna í lýðræðisstarfi og stuðli að aukinni kosningaþátttöku framtíðarkynslóða,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.

Undirbúningur fyrir hátíðarfund Alþingis við Lögberg á Þingvöllum er í ...
Undirbúningur fyrir hátíðarfund Alþingis við Lögberg á Þingvöllum er í fullum gangi. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.10.18 320,31 kr/kg
Þorskur, slægður 21.10.18 314,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.10.18 262,83 kr/kg
Ýsa, slægð 21.10.18 216,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.10.18 12,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.10.18 133,65 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 21.10.18 282,48 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.10.18 226,00 kr/kg
Blálanga, slægð 19.10.18 299,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.10.18 Blíðfari ÓF-070 Þorskfisknet
Þorskur 1.654 kg
Samtals 1.654 kg
21.10.18 Onni HU-036 Dragnót
Þorskur 543 kg
Ýsa 227 kg
Samtals 770 kg
21.10.18 Hörður Björnsson ÞH-260 Lína
Þorskur 1.991 kg
Tindaskata 1.602 kg
Hlýri 798 kg
Steinbítur 786 kg
Karfi / Gullkarfi 338 kg
Skarkoli 84 kg
Samtals 5.599 kg
21.10.18 Sturla GK-012 Lína
Keila 1.252 kg
Samtals 1.252 kg

Skoða allar landanir »