Vöruðu ráðherra við skaðabótaskyldu

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að ríkið ...
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að ríkið væri skaðabótaskylt vegna úthlutunar makrílkvóta. Morgunblaðið/ Börkur Kjartansson

Sérfræðingar á auðlindaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins vöruðu Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við að fyrirhuguð reglugerð um veiðistjórnun á makríl bryti í bága við ákvæði úthafsveiðilaganna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag, sem segir þetta koma fram í undirbúningsgögnum fyrir setningu reglugerðarinnar sem blaðið fékk aðgang að.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að ríkið væri skaðabótaskylt vegna úthlutunar makrílkvóta, samkvæmt fyrirkomulagi sem hefur tíðkast frá 2010.

 „Mikilvægt er að ráðherra sé ljóst að við setningu reglugerðar af þessu tagi er verið að teygja sig mjög langt við túlkun heimildar þeirrar sem ráðherra hefur skv. 4. gr. [úthafsveiðilaga],“ segir í minnisblaði tveggja þáverandi sérfræðinga sjávarútvegsráðuneytisins frá 2010 sem Fréttablaðið hefur undir höndum. „Verði látið á það reyna hjá umboðsmanni Alþingis eða fyrir dómstólum er mjög líklegt að niðurstaðan verði sú að ráðherra hafi gengið lengra við setningu reglugerðar en lög heimila.“

Um háar upp­hæðir er að tefla í þessu sam­bandi, en end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Deloitte komst að þeirri niður­stöðu að hagnaðarmiss­ir Ísfé­lags Vest­manna­eyja hefði numið um 2,3 millj­örðum króna og að Hug­inn hefði orðið af um 365 millj­ón­um. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.19 363,84 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.19 356,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.19 377,18 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.19 299,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.19 99,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.19 138,89 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 18.6.19 224,50 kr/kg
Litli karfi 11.6.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.6.19 51,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.6.19 Svanur HF-020 Handfæri
Þorskur 75 kg
Samtals 75 kg
18.6.19 Kristín NS-035 Handfæri
Þorskur 606 kg
Ufsi 118 kg
Ýsa 29 kg
Samtals 753 kg
18.6.19 Presley ÍS-018 Handfæri
Þorskur 131 kg
Samtals 131 kg
18.6.19 Gummi Páll ÍS-081 Handfæri
Þorskur 787 kg
Ýsa 5 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 795 kg
18.6.19 Bensi Egils ST-113 Handfæri
Þorskur 763 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »