„Erfitt verk að koma öllu fyrir“

Fiskmjölsverksmiðja HB Granda á Vopnafirði.
Fiskmjölsverksmiðja HB Granda á Vopnafirði. Ljósmynd/HB Grandi

„Það var kominn tími á þessar endurbætur enda eru gömlu eimingartækin, sem við skiptum út, orðin 20 til 30 ára gömul. Með nýju tækjunum eiga afköstin að verða stöðugri og aukast frá því sem nú er. Það bætir rekstraröryggið. Of snemmt er að segja til um um áhrifin á orkunotkunina en við erum að vona að nýju tækin eyði minni raforku.”

Þetta segir Sveinbjörn Sigmundsson, verksmiðjustjóri HB Granda á Vopnafirði, en um þessar mundir er þar unnið að endurbótum á fiskimjölsverksmiðju útgerðarinnar. Verður þremur af eimingartækjum verksmiðjunnar skipt út fyrir ný og á verkinu að vera lokið fyrir 20. janúar.

Trésmíðafyrirtæki rýfur þakið

Nýju eimingartækin voru smíðuð hjá Héðni hf. og sjá starfsmenn þess fyrirtækis um uppsetninguna með hjálp starfsmanna verksmiðjunnar og verktaka á Vopnafirði, að því er fram kemur á heimasíðu útgerðarinnar.

„Við fengum trésmíðafyrirtæki á staðnum til að rjúfa þak verksmiðjunnar og svo voru gömlu tækin hífð út og þau nýju inn. Okkur telst til að þetta hafi alls verið 160 til 170 tonn,” segir Sveinbjörn.

„Það gefur að skilja að það er erfitt verk að koma öllu fyrir og við höfum þurft að vinna allt upp í 18 metra hæð frá gólfi. En verkinu miðar mjög vel og við bætum bara í ef aflafréttir nú eftir áramótin gefa tilefni til þess.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 607,30 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 382,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 278,20 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Ufsi 294 kg
Þorskur 183 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 482 kg
20.9.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 200 kg
Samtals 200 kg
20.9.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.950 kg
Ýsa 1.000 kg
Hlýri 59 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 4.025 kg
20.9.24 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 3.716 kg
Ýsa 483 kg
Keila 220 kg
Steinbítur 56 kg
Hlýri 31 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 4.515 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 607,30 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 382,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 278,20 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Ufsi 294 kg
Þorskur 183 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 482 kg
20.9.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 200 kg
Samtals 200 kg
20.9.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.950 kg
Ýsa 1.000 kg
Hlýri 59 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 4.025 kg
20.9.24 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 3.716 kg
Ýsa 483 kg
Keila 220 kg
Steinbítur 56 kg
Hlýri 31 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 4.515 kg

Skoða allar landanir »