Héldum að fiskurinn seldi sig sjálfur

Todd Julio og Tinna Gilbertsdóttir, sölustjóri Iceland Seafood, á fundinum.
Todd Julio og Tinna Gilbertsdóttir, sölustjóri Iceland Seafood, á fundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum ekki númer eitt lengur. Mér finnst leitt að segja það. Við erum fyrir neðan Rússland og fyrir neðan Noreg.“

Þetta sagði Todd Julio, framkvæmdastjóri Iceland Seafood í Bandaríkjunum, á sérstökum markaðsdegi fyrirtækisins sem haldinn var í menningarhúsinu Iðnó fyrr í mánuðinum, þar sem hann fjallaði um markaðssetningu íslenskra sjávarafurða á Bandaríkjamarkaði.

Benti hann meðal annars á að Noregur og Rússland hefðu í sínum fiskútflutningi vestanhafs getað boðið upp á stöðuga verðlagningu og stöðugt framboð birgða. Tíu prósent þess þorsks sem neytt væri í Bandaríkjunum kæmu þá frá Íslandi, en þangað hefðu íslensk fyrirtæki flutt tíu þúsund tonn sjávarafurða í fyrra, samanborið við áttatíu þúsund tonn fyrir fjörutíu árum.

„Við erum ekki lengur að koma fisknum okkar á framfæri. Við erum ekki lengur að selja vörumerkið okkar. Við urðum svolítið sjálfumglaðir og héldum að fiskurinn okkar myndi einfaldlega selja sig sjálfur. En því miður þá gerir hann það ekki, að minnsta kosti ekki á Bandaríkjamarkaði,“ sagði Julio og spurði því næst viðstadda; hvað er til ráða?

„Við þurfum að markaðssetja landið, ekki fyrirtækið,“ var hans eigið svar. Vísaði hann til þess að í Alaska og Noregi væru starfræktar sérstakar stofnanir eða samtök sem hefðu það hlutverk að markaðssetja sjávarafurðir ríkjanna, það er Alaska Seafood Marketing og Norges sjømatråd.

Tók hann Norðmenn sérstaklega sem dæmi og sagði þá hafa náð góðum árangri með þann þorsk sem þeir kalla „Skrei“ og selja undir sérstöku vörumerki með því heiti.

„Ég er furðu lostinn yfir árangrinum sem náðst hefur með „Skrei“. Þetta er bara óstaðbundinn þorskur, en þeir fá allt að fimmtán til tuttugu og fimm prósentum hærra verð fyrir hann, bara fyrir sakir vörumerkisins,“ sagði hann. „Það er vegna þess að þeir hafa skapað sögu á bak við vöruna. Og við í Bandaríkjunum elskum að heyra sögu.“

Frekari umfjöllun birtist í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu fimmtudaginn 24. janúar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »