Stjórnvöld „berja hausnum við steininn“

Samtök ferðaþjónustunnar benda á að veiðar á langreyði séu ekki …
Samtök ferðaþjónustunnar benda á að veiðar á langreyði séu ekki sjálfbærar. mbl.is/Jim Smart

Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir vonbrigðum með að sjávarútvegsráðherra hafi undirritað reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára, eða til ársins 2023. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna.  

Þau benda á að veiðar á langreyði hafa ekki verið sjálfbærar og verið reknar með tapi frá því þær hófust að nýju árið 2009. „Veiðar á stórhveli við Íslandsstrendur hafa um langt árabil verið mikið hitamál, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Þá er ljóst að óeining er í ríkisstjórninni um að gefið verið út áframhaldandi leyfi til veiða á langreyði,“ segir í tilkynningunni. 

Einnig er bent á að sjávarútvegsráðherra hafi meðal annars litið til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða við ákvörðunartökuna. Samtökin gagnrýna skýrsluna og segja að „lítið sem ekkert tillit tekið til ferðaþjónustunnar – stærstu útflutningsatvinnugreinar þjóðarinnar – sem hlýtur að draga verulega úr vægi hennar og grafa undan ákvörðun sjávarútvegsráðherra.“  

Að sögn samtakanna komi fram í umræddri skýrslu Hagfræðistofnunar að útflutningstekjur af langreyði á árunum 2009 – 2017 námu um 11,3 milljörðum króna, eða tæplega 1,3 milljörðum króna á ári. „Það er lægri upphæð en ferðaþjónusta skapar á dag í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið,“ segir ennfremur. 

Tefla á tvær hættur

Samtökin skora á stjórnvöld að gera úttekt á áhrifum hvalveiða á helstu viðskiptamarkaði ferðaþjónustu og annarra útflutningsatvinnugreina erlendis. 

„Með ákvörðun sinni um áframhaldandi veiðar á langreyði er sjávarútvegsráðherra að tefla á tvær hættur og fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Skynsamlegra er að leyfa þeim útflutningsatvinnugreinum sem færa þjóðarbúinu hundruð milljarða króna í útflutningstekjur ár hvert að njóta vafans og stuðla að eflingu þeirra í stað þess að berja hausnum við steininn  og halda úti atvinnugrein sem stendur ekki undir sér.“

Hér er ályktunin í heild sinni. 

Langreyður skorin.
Langreyður skorin. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »