„Hann virðist hafa fundið loðnuna“

„Hún hefur nú aðeins verið að glæðast síðustu daga. En það er bara svo mikill þorskur í þessu. Við vorum með einhver fjögur tonn í gær af þorski og grásleppu, um það bil tvö tonn af hvoru,“ segir Arnþór Hermannsson, skipstjóri á Sæþóri EA, um grásleppuvertíðina sem hófst 20. mars.

Spurður hvort meira sé um þorsk í upphafi vertíðar en tíðkast hefur undanfarin ár segir Arnþór að erfitt sé að svara því, þar sem hann hafi jafnan byrjað seinna á grásleppuveiðum.

„Þá höfum við sloppið við þorskinn að mestu, svona mánuði eftir upphaf vertíðar. Við þekkjum þennan tíma ekki svo mikið, en jú það hefur oft verið hellingur af þorski á þessum tíma.“

Arnþór segist verða var við mikla loðnu í þorskinum.

„Svo að hann virðist hafa fundið loðnuna,“ bætir hann við.

„Held hún verði frekar döpur“

„Mér finnst þetta vera frekar léleg byrjun miðað við oft áður, hérna í Eyjafirðinum,“ segir hann og bætir við að þannig sé staðan allt frá Siglufirði og austur til Flateyjar á Skjálfanda.

„Þetta er ekki eins og oft hefur verið. En svo hefur maður ekki heyrt frá Kópaskeri og Húsavík. Þar er vertíðin kannski rétt að byrja, enda búin að vera bræla og leiðindatíð.“

Arnþór segist ekki bjartsýnn á vertíðina. „Ég held hún verði frekar döpur. Manni finnst að þetta hefði annars átt að byrja með meiri látum. En það er aldrei að vita.“

Myndskeiðið hér að ofan sýnir frá netaróðri um borð í Sæþóri í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 3.338 kg
Ýsa 2.064 kg
Steinbítur 85 kg
Langa 10 kg
Samtals 5.497 kg
20.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.123 kg
Ýsa 2.373 kg
Langa 703 kg
Steinbítur 121 kg
Keila 116 kg
Karfi 115 kg
Ufsi 93 kg
Hlýri 24 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 10.682 kg
20.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 7.247 kg
Karfi 351 kg
Keila 253 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 7.874 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 3.338 kg
Ýsa 2.064 kg
Steinbítur 85 kg
Langa 10 kg
Samtals 5.497 kg
20.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.123 kg
Ýsa 2.373 kg
Langa 703 kg
Steinbítur 121 kg
Keila 116 kg
Karfi 115 kg
Ufsi 93 kg
Hlýri 24 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 10.682 kg
20.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 7.247 kg
Karfi 351 kg
Keila 253 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 7.874 kg

Skoða allar landanir »