Vinnslustöðin kaupir saltfiskvinnslu

Brynjar segir kaupin í samræmi við stefnu Vinnslustöðvarinnar.
Brynjar segir kaupin í samræmi við stefnu Vinnslustöðvarinnar.

Vinnslustöðin hf. hefur gengið frá kaupum á portúgalska saltfiskvinnslufyrirtækinu Grupeixe, sem hefur höfuðstöðvar í borginni Aveira í norðurhluta Portúgals. Fyrirtækið veltir jafnvirði um 1,8 milljarða króna á ári og seldi um 2.300 tonn af afurðum árið 2017, samkvæmt upplýsingum frá Vinnslustöðinni.

Nuno Araújo, sem starfað hefur sem sölustjóri Vinnslustöðvarinnar í Portúgal undanfarin ár, verður nýr framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Um þrjátíu starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu en það kaupir þorsk frá Íslandi, Noregi, Rússlandi og víðar að til að þurrka og dreifa á mörkuðum sínum.

Vinnslustöðin er fyrsta útlenda fyrirtækið sem eignast að fullu saltfiskvinnslu í Portúgal, að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra.

Kaupin eru sögð styrkja og treysta saltfiskvinnslu fyrirtækisins í sessi.
Kaupin eru sögð styrkja og treysta saltfiskvinnslu fyrirtækisins í sessi.

Engar breytingar verði á starfsemi Vinnslustöðvarinnar

„Saltfiskmarkaðurinn í Portúgal skiptir Vinnslustöðina miklu máli og við höfum lengi lagt okkur eftir því að sinna honum vel og alúðlega,“ er haft eftir Brynjari á vef VSV, þar sem hann segir saltfiskhefð Portúgala mikla og sterka.

„Kaupin á Grupeixe eru í samræmi við þá stefnu Vinnslustöðvarinnar að færa sig nær mörkuðum og viðskiptavinum erlendis,“ segir hann.

Síðla árs 2017 varð Vinnslustöðin meðeigandi að Okada Suisan í Japan, rótgrónu fjölskyldufyrirtæki sem hefur nær 50% markaðshlutdeild loðnuafurða þar í landi, eins og 200 mílur greindu frá á þeim tíma.

Engar breytingar eru sagðar verða á starfsemi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna þessa. Kaupin styrki og treysti saltfiskvinnslu fyrirtækisins í sessi.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 500,67 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,61 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,82 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ufsi 452 kg
Steinbítur 404 kg
Langa 391 kg
Þorskur 132 kg
Keila 121 kg
Ýsa 73 kg
Hlýri 57 kg
Skarkoli 47 kg
Karfi 22 kg
Samtals 1.699 kg
21.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 306 kg
Ýsa 49 kg
Karfi 44 kg
Steinbítur 33 kg
Hlýri 27 kg
Langa 8 kg
Keila 7 kg
Samtals 474 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 500,67 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,61 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,82 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ufsi 452 kg
Steinbítur 404 kg
Langa 391 kg
Þorskur 132 kg
Keila 121 kg
Ýsa 73 kg
Hlýri 57 kg
Skarkoli 47 kg
Karfi 22 kg
Samtals 1.699 kg
21.9.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 306 kg
Ýsa 49 kg
Karfi 44 kg
Steinbítur 33 kg
Hlýri 27 kg
Langa 8 kg
Keila 7 kg
Samtals 474 kg

Skoða allar landanir »