Aflamarki fiskveiðiársins úthlutað

Fiskistofa hefur úthlutað 372 þúsund þorskígildistonnum.
Fiskistofa hefur úthlutað 372 þúsund þorskígildistonnum. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Aflamarki fiskveiðiársins 2019/2020 hefur verið úthlutað af Fiskistofu. Fram kemur á vef Fiskistofu að úthlutað hafi verið 372 þúsund tonnum í þorskígildum talið samanborið við um 384 þúsund þorskígildistonn í fyrra og er því samdrátturinn 12 þúsund þorskígildistonn milli ára.

Þá er úthlutun í þorski rúmlega 215 þúsund tonn og eykst um sjö þúsund tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn er rúm 32 þúsund tonn og dregst saman um 13 þúsund tonn. Aukning í  ufsakvótanum er eitt þúsund tonn en um eitt þúsund tonna samdráttur í grálúðu og úthafsrækju.

Þá er talsverður samdráttur í öðrum smærri kvótategundum. Meðal annars minnkar úthlutaður kvóti í hlýra og skötusel um helming. Einnig er minni úthlutun á tegundum eins og blálöngu og litla karfa. „Úthlutað aflamark er alls um 440 þúsund tonn í hinum ýmsu kvótategundum sem er um 11 þúsund tonnum minna en á fyrra ári.“

Mikil fækkun skipa

Þá segir á vef stofnunarinnar að alls fái 466 skip úthlutað aflamark samanborið við 540 á fyrra fiskveiðiári. „Skýringin á þessari miklu fækkun liggur í því að fjöldi skipa fékk úthlutað hlutdeildum í hlýra á grundvelli veiðireynslu í fyrra. Það hafði í för með sér mikla dreifingu á veiðiheimildum í litlum stofni á meðal skipa með engar aðrar hlutdeildir. Síðan þá hafa hlutdeildirnar í hlýra safnast á færri hendur.“

Það skip sem fær úthlutað mest aflamark er Sólberg ÓF 1, en það fær 10.354 þorskígildistonn eða 2,8% af úthlutuðum þorskígildum.

Brim fær mest

„Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 89,2% af því aflamarki sem úthlutað er og er það svipað hlutfall og í fyrra,“ segir á vef Fiskistofu. Er þar bent á að alls fá 336 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað sem er 80 aðilum færri en í fyrra. Bent er á að í fyrra varð mikil fjöldun vegna kvótasetningar á hlýra.

Brim (áður HB Grandi) fær mest úthlutað eða sem nemur 9,4% af heildinni. Samherji fær 6,6% í sinn hlut, FISK Seafood 6% og Þorbjörn hf. 5,5%.

Reykjavík úr fyrsta í þriðja

Ef skoðuð er úthlutun miðað við heimahöfn eru það skip með heimahöfn í Vestmannaeyjum sem fá mest eða sem nemur 11,4% samanborið við 10,6% í fyrra. Næstmest fer nú til Grindavíkur, eða 10,9% af heildinni samanborið við 11,0% á fyrra ári.

Á vef Fiskistofu er bent á að til fjölda ára hefur Reykjavík verið sú höfn sem mestu aflamarki er úthlutað til. Nú fellur hins vegar Reykjavík úr fyrsta sæti í það þriðja með 10,6% miðað við 11,6%.

Fiskistofa tekur sérstaklega fram að aflamarki í deilistofnum verði úthlutað síðar á árinu og ekki sé óalgengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »