„Þetta getur ekki verið betra“

Stuttu eftir löndun 800 tonnum af makríl veiddi Bjarni 'olafsson …
Stuttu eftir löndun 800 tonnum af makríl veiddi Bjarni 'olafsson AK 800 tonn af síld. Ljósmynd/Hákon Ernuson

Það hefur hægst mikið á makrílveiðinni í Smugunni og leita nú skipin að makríl við erfiðar aðstæður, segir á vef Síldarvinnslunnar. Í gær var lokið við að landa 800 tonnum úr Bjarna Ólafssyni AK í Neskaupstað og kom Börkur NK með 860 tonn í gærkvöldi sem verið er að vinna. Einnig er Hákon EA að landa fullfermi af frosnum makríl.

Þá segir að Bjarni Ólafsson hafi lagt úr höfn að löndun lokinni og var honum ætlað að veiða síld austur af landinu. „Þær fréttir bárust síðan í morgun að skipið hefði tekið eitt stutt hol og fengið hvorki meira né minna en 800 tonn,“ segir á vef Síldarvinnslunnar.

„Við fengum þetta norðan í Glettinganesgrunni og það var einungis dregið í rúman klukkutíma. Það er óhemja af síld hérna. Þetta hol gaf 800 tonn og ég man ekki eftir að hafa fengið svona mikið í holi þegar dregið er í svona stuttan tíma. Þetta hol var fyrsta holið með nýju trolli frá Hampiðjunni og það reyndist svo sannarlega vel,“ er haft eftir Gísla Runólfssyni skipstjóra.

„Þetta er stór og falleg síld og hún ætti að henta ágætlega til vinnslu. Við þetta bætist að veiðisvæðið er einungis í þriggja klukkustunda siglingarfjarlægð frá Norðfirði. Þetta getur ekki verið betra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »