Fiskverð í hæstu hæðum

Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson

Verð á fiskmörkuðum hefur verið í hæstu hæðum fyrstu tíu daga ársins, enda hefur framboð verið lítið í þeirri brælutíð sem verið hefur frá áramótum. Einstaka löndun hefur gefið mjög vel í aðra hönd og hæsta verð á slægðum þorski frá áramótum er 798 krónur á kíló að meðaltali.

„Hátt verð verður ekki skýrt með öðru en ótíðinni sem verið hefur allt í kringum landið. Um 40% af því sem við seljum á mörkuðunum er af smábátum og þeir hafa tæpast nokkuð róið á þessu ári. Það er fátítt að við sjáum tölur eins og síðustu daga,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða.

Aukið verðmæti þrátt fyrir minna magn

Alls hafa verið seld rúmlega þúsund tonn á mörkuðunum í ár, en 1.830 tonn á sama tíma í fyrra, að sögn Eyjólfs. Meðalverðið fyrir kíló af þorski frá áramótum hefur verið 551 króna, sem er 45% hærra en sömu daga í fyrra þegar verðið var 378 krónur. Í ár hafa verið seld 283 tonn af þorski á móti 668 tonnum í fyrra. Verð á ýsu hefur einnig verið hátt.

Alls voru seld 106 þúsund tonn á fiskmörkuðum í fyrra fyrir tæplega 28 milljarða króna. Nýliðið ár var það þriðja stærsta í verðmætum talið frá því að fiskmarkaðir hófu starfsemi 1992. Aðeins árin 2012 og 2013 var heildarupphæðin hærri, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.2.20 323,73 kr/kg
Þorskur, slægður 28.2.20 397,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.2.20 269,47 kr/kg
Ýsa, slægð 28.2.20 263,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.2.20 132,90 kr/kg
Ufsi, slægður 28.2.20 191,78 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 28.2.20 256,07 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.2.20 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.2.20 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 9.143 kg
Ýsa 471 kg
Samtals 9.614 kg
28.2.20 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 16.785 kg
Samtals 16.785 kg
28.2.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 351 kg
Hlýri 13 kg
Ýsa 2 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 367 kg
28.2.20 Geirfugl GK-066 Landbeitt lína
Þorskur 3.067 kg
Steinbítur 355 kg
Ýsa 95 kg
Samtals 3.517 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.2.20 323,73 kr/kg
Þorskur, slægður 28.2.20 397,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.2.20 269,47 kr/kg
Ýsa, slægð 28.2.20 263,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.2.20 132,90 kr/kg
Ufsi, slægður 28.2.20 191,78 kr/kg
Djúpkarfi 21.2.20 232,23 kr/kg
Gullkarfi 28.2.20 256,07 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.2.20 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.2.20 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 9.143 kg
Ýsa 471 kg
Samtals 9.614 kg
28.2.20 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 16.785 kg
Samtals 16.785 kg
28.2.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 351 kg
Hlýri 13 kg
Ýsa 2 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 367 kg
28.2.20 Geirfugl GK-066 Landbeitt lína
Þorskur 3.067 kg
Steinbítur 355 kg
Ýsa 95 kg
Samtals 3.517 kg

Skoða allar landanir »