Hagnaður Iceland Seafood 1,3 milljarðar

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, kveðst ánægður með rekstrarniðurstöðu félagsins.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, kveðst ánægður með rekstrarniðurstöðu félagsins. Haraldur Jónasson/Hari

Hagnaður sjávarafurðafyrirtækisins Iceland Seafood International nam níu milljónum evra, eða tæplega 1,3 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári eftir skatta og fyrir einskiptisliði, en var 5,7 milljónir evra árið 2018, og jókst þannig um 58% milli ára. Að teknu tilliti til einskiptisliða upp á 2,9 milljónir evra eftir skatta nam hagnaðurinn 853 milljónum króna.

Einskiptisliðirnir sem um ræðir eru breytingar á stjórnendateymi móðurfélags og starfsemi á Spáni, endurskipulagning á Spáni vegna yfirtöku á Icelandic Iberia og Iceland Seafood Spain, kostnaður vegna skráningar á hlutabréfamarkað og endurskipulagning félagsins á Íslandi og í Bretlandi.

Eignir félagsins jukust á síðasta ári um rúm átta prósent. Þær námu í lok árs 2019 209,5 milljónum evra, eða 29,3 milljörðum króna, en voru 194 milljónir evra í lok árs 2018.

Eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs rúmlega 80 milljónum evra, eða 11,2 milljörðum króna, og jókst umtalsvert milli ára, eða um rúmlega 35%. Það var rúmlega 59 milljónir evra í lok árs 2018. Eiginfjárhlutfall Iceland Seafood var 38,3% í lok árs 2019, en 30.6% í lok 2018.

Ánægja með niðurstöðuna

Bjarni Ármannsson, forstjóri félagsins, segir í tilkynningu félagsins til kauphallar að ánægja sé með niðurstöðu ársins, enda hafi afkoman verið í takt við áætlanir.

Eins og segir í tilkynningunni stefnir félagið á að skila 20 milljónum evra í árshagnað fyrir skatta á næstu 3-5 árum, en því ætlar félagið m.a. að ná fram með bættri samlegð við dótturfyrirtækin á Spáni.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 607,30 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 382,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 278,20 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Ufsi 294 kg
Þorskur 183 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 482 kg
20.9.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 200 kg
Samtals 200 kg
20.9.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.950 kg
Ýsa 1.000 kg
Hlýri 59 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 4.025 kg
20.9.24 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 3.716 kg
Ýsa 483 kg
Keila 220 kg
Steinbítur 56 kg
Hlýri 31 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 4.515 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 607,30 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 382,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 278,20 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Ufsi 294 kg
Þorskur 183 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 482 kg
20.9.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 200 kg
Samtals 200 kg
20.9.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.950 kg
Ýsa 1.000 kg
Hlýri 59 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 4.025 kg
20.9.24 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 3.716 kg
Ýsa 483 kg
Keila 220 kg
Steinbítur 56 kg
Hlýri 31 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 4.515 kg

Skoða allar landanir »