Ójafnt gefið á grásleppuvertíð

Óvænt mokveiði varð fyrir norðan og norðaustan land. Hægt hefði …
Óvænt mokveiði varð fyrir norðan og norðaustan land. Hægt hefði verið að stöðva fyrstu báta miklu fyrr, segir í ályktun Króks. mbl.is/Hafþór

Mokveiði á grásleppu við Norðaustur- og Norðurland og þokkalegar gæftir eftir fyrstu daga vertíðar skiluðu miklum afla á land. Svo miklum að fyrr en varði var hámarksafla náð og það áður en vertíð byrjaði af krafti við vestanvert landið. Sumir náðu ekki að leggja netin, aðrir reru aðeins nokkrum sinnum eftir að talsverðum tíma hafði verið eytt í að fella net og gera klárt fyrir vertíðina. Flestir þeirra sem sátu eftir gera út frá vestanverðu landinu, en þar hefur grásleppuvertíð jafnan byrjað síðar en fyrir norðan.

Veiðum á flestum tegundum við landið er stjórnað með kvótakerfi á báta og skip, en grásleppuveiðum er stjórnað með fjölda veiðidaga og sérstökum veiðileyfum. Viðmiðið er hámarksafli sem er í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og innan dagafjöldans er um ólympískar veiðar að ræða. Kvótasetning grásleppu hefur verið til umræðu síðustu misseri, en skiptar skoðanir eru um þá breytingu og niðurstaða er ekki komin í það mál.

Mokveiðin fyrir norðan og austan virðist hafa verið óvænt og þegar stefndi í að útgefnu aflahámarki yrði náð í vor var tilkynnt um stöðvun veiðanna 3. maí. Þar sem eftir er að veiða í 15 daga við Breiðafjörð fer aflinn eitthvað umfram ráðgjöf, sem ólíklegt er að verði endurmetin á þessari vertíð. Á meðfylgjandi mynd má sjá ýmsa þætti grásleppuveiða og vertíðarinnar í ár.

Hörð gagnrýni úr ýmsum áttum hefur komið fram á hvernig staðið var að stjórnun veiðanna og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Sveitarfélög gagnrýna

Sem dæmi má nefna að í ályktun bæjarráðs Akraness frá 5. maí er bent á að misvægi sé á milli landshluta hvað varði grásleppuveiðar og þess krafist að ráðherra endurskoði ákvörðun sína þannig að jafnræðis verði gætt.

Bæjarstjórn Stykkishólms mótmælti einnig stöðvun veiðanna. Í ályktun var farið yfir mikilvægi grásleppuveiða fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og segir þar að staðurinn sé einn helsti löndunarstaður grásleppu á landinu. Sérstaklega var fjallað um veiðar á innanverðum Breiðafirði: „Til að vernda æðarvarp á svæðinu hefur tíðkast í áratugi að grásleppuveiðar við Breiðafjörð hefjist ekki fyrr en 20. maí ár hvert. Sú náttúruvernd hefur mætt almennum skilningi og verið talin til fyrirmyndar. Dagarnir fimmtán sem veiða má við Breiðafjörð frá og með 20. maí bæta ekki upp þá 44 daga sem sjómenn gerðu ráð fyrir að geta gert út,“ segir í ályktun Stykkishólmsbæjar.

Fleiri hafa fjallað um málið og í ályktun frá strandveiðifélaginu Króki, félagi smábátaeigenda í Barðastrandarsýslu, segir að ráðherra „hefði getað fengið Fiskistofu til að stjórna, eða stuðst við tölur þaðan, þar sem sést jafnóðum hve mikið er komið á land. Það hefði verið hægt að stöðva fyrstu bátana mikið fyrr, jafnvel við 30 daga. Þeir sem fengu flesta daga fengu 44, aðrir örfáa og allt niður í núll“.

Ábyrgar og sjálfbærar veiðar

Kröfur hafi komið fram frá hagsmunaaðilum og þingmönnum um að ráðgjöf í grásleppuveiðum verði endurskoðuð svo hægt verði að auka aflann. Axel Helgason, fyrrverandi formaður Landssambands smábátaeigenda og grásleppuveiðimaður, hefur gagnrýnt ráðgjöfina og skorað á sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar að leiðrétta stuðul sem notaður var til að umreikna magn saltaðra grásleppuhrogna yfir í grásleppuafla upp úr sjó. Þarna muni mörgum prósentum og þeir hagsmunir sem séu í húfi skipti hundruðum milljóna.

Í grein í Morgunblaðinu síðasta föstudag leggur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, áherslu á að stjórnun fiskveiða á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar sé lykilatriði til að tryggja ábyrgar og sjálfbærar fiskveiðar.

Ráðherra segir að í hinu stóra samhengi sé mikilvægast að standa vörð um þá meginreglu að við stjórnum fiskveiðum okkar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar og tryggjum þannig sjálfbærar fiskveiðar. „Að því sögðu er ég sammála þeirri gagnrýni að það sé lítil sanngirni í að sumir grásleppusjómenn fái nokkra daga en aðrir fái 30 eða 40 daga. Þetta er hins vegar fylgifiskur þess að haga veiðum með þessum hætti,“ skrifar Kristján Þór.

Í grein hans kemur jafnframt fram að varðandi næstu grásleppuvertíð hafi hann beint þeim tilmælum til Hafrannsóknastofnunar að farið verði yfir, í samráði við sjómenn, öll þau gögn sem liggja til grundvallar ráðgjöfinni. Meðal annars til að endurmeta eldri aflatölur og skoða möguleika og forsendur fyrir aflaráðgjöf.

Ástæða til endurmats?

Atvinnuveganefnd Alþingis ritaði sjávarútvegsráðherra bréf í vikubyrjun þar sem óskað var eftir því að ráðherra beindi því til Hafrannsóknastofnunar hvort ástæða væri til endurmats á úthlutun hrognkelsa vegna vertíðarinnar 2020 í ljósi gagna og upplýsinga sem borist hafa nefndinni.

Með erindinu fylgdu ályktanir og umsagnir frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Biopol ehf. og Náttúrustofu Norðurlands vestra, forsvarsmönnum fyrirtækja sem vinna grásleppuhrogn, bæjarstjórn Stykkishólms og Landssambandi smábátaeigenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Margrét GK 33 Lína
Þorskur 4.807 kg
Ýsa 3.618 kg
Steinbítur 95 kg
Ufsi 26 kg
Karfi 7 kg
Langa 1 kg
Samtals 8.554 kg
20.9.24 Gullmoli NS 37 Handfæri
Ufsi 10 kg
Samtals 10 kg
20.9.24 Valur ST 30 Handfæri
Þorskur 1.223 kg
Samtals 1.223 kg
20.9.24 Tóti NS 36 Handfæri
Ufsi 25 kg
Karfi 4 kg
Samtals 29 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Margrét GK 33 Lína
Þorskur 4.807 kg
Ýsa 3.618 kg
Steinbítur 95 kg
Ufsi 26 kg
Karfi 7 kg
Langa 1 kg
Samtals 8.554 kg
20.9.24 Gullmoli NS 37 Handfæri
Ufsi 10 kg
Samtals 10 kg
20.9.24 Valur ST 30 Handfæri
Þorskur 1.223 kg
Samtals 1.223 kg
20.9.24 Tóti NS 36 Handfæri
Ufsi 25 kg
Karfi 4 kg
Samtals 29 kg

Skoða allar landanir »