Gullpeningur og bæn fundust undir mastri

Hafþór Hreiðarsson við Keili í slippnum á Húsavík. Hann segir …
Hafþór Hreiðarsson við Keili í slippnum á Húsavík. Hann segir skipið hafa verið fjölnota skip og sótti hann sjóinn á skipinu með föður sínum á níunda áratugnum. Ljósmynd/Lea Hrund Hafþórsdóttir

Keilir SI, áður Kristbjörg ÞH 44, er í slipp á Húsavík, þar sem verið er að gera upp bátinn og endursmíða. Þegar eigandinn Gunnar Júlíusson á Siglufirði tók mastrið niður fann hann gullpening vel vafinn inn í pappír sem á var skrifuð sjóferðabæn fyrir áhöfnina og bátinn. „Foreldrar mínir komu þessu fyrir, þegar báturinn var smíðaður í Stykkishólmi 1975, og mamma skrifaði bænina, skriftin leynir sér ekki,“ segir Pétur Olgeirsson, fyrrverandi skipstjóri.

Olgeir Sigurgeirsson útgerðarmaður, Olli í Skálabrekku, átti ásamt þremur sonum sínum, Sigurði, Hreiðari og Jóni, fyrirtækið Korra hf., sem lét smíða 50 tonna bátinn. Pétur segir að sérlega gott samband hafi myndast á milli foreldra sinna og bræðra, sem áttu bátinn, og eigenda Skipavíkur, sem smíðuðu hann. „Pabbi leit upp til þeirra á allan hátt, var mjög ánægður með samstarfið,“ segir hann og bætir við að hann viti ekki um annað sambærilegt dæmi um pening og sjóferðabæn áhöfn og skipi til heilla. „Ég veit ekki hver átti uppástunguna um gullpeninginn og bænina, sennilega foreldrar mínir saman, en við vissum um peninginn, ekki bænina.“

Skipið tilbúið til Heimsiglingar frá Styllishólmi 1975.
Skipið tilbúið til Heimsiglingar frá Styllishólmi 1975. Ljósmynd/Hreiðar Olgeirsson

Hélt upp á töluna 44

Sigurgeir, Geiri Péturs, skipstjóri í Argentínu, tekur undir með föður sínum í færslu á Facebook. „Ég kannast vel við skrift elsku ömmu heitinnar Rögnu í Skálabrekku í þessari bæn.“ Hann getur þess jafnframt að báturinn hafi verið undir stjórn fimm Skálabrekkubræðra og verið mikið aflafley.

Elsti sonurinn, Sigurður Valdimar, var fyrst með bátinn. Pétur var á móti honum á rækjuveiðum eitt sumar. „Þetta var alltaf fallegur bátur og er enn enda pössuðu ömmur mínar upp á það að bátarnir væru snyrtilegir,“ rifjar hann upp. Í því sambandi bendir hann á að báturinn hafi heitið eftir ömmum sínum. Móðuramman hafi heitið Kristjana og föðuramman Björg.

Hreiðar, sá næstelsti, tók við Kristbjörgu 1980 og var með skipið þar til það var selt 1992. Hafþór, sonur hans, var á bátnum með föður sínum 1983, 1986 og 1987 og er sammála frændum sínum um vitneskjuna um peninginn. „Útgerðin var mjög farsæl,“ segir hann um Kristbjörgu. Báturinn hafi verið á netum, línu, dragnót og rækju og farið á síld. „Kristbjörg var sannkallað fjölveiðiskip, þó að báturinn hafi ekki verið stór,“ heldur Hafþór áfram, en hann heldur úti skipamyndasíðu (www.skipamyndir.com) þar sem eru myndir af bátnum undir þeim nöfnum sem hann hefur borið. „Gott var að vera á honum.“

„Guð og gæfan fylgi þér Kristbjörg, kom þú ætíð með …
„Guð og gæfan fylgi þér Kristbjörg, kom þú ætíð með skipshöfn þína heila í höfn.“ Ljósmynd/Áki Hauksson

Talan 44 var í hávegum höfð hjá Olla. „Það snerist allt um 44 hjá pabba gamla,“ segir Pétur og vísar meðal annars til bílnúmera, símanúmera, númera á bátum og bankareikningum. „Númerið hefur fylgt okkur afkomendum alla tíð.“ Þegar gullpeningurinn og bænin fundust höfðu þau verið undir mastrinu í 44 ár. „Mikil tilviljun það og veit ég að afi gamli brosir breitt á himnum uppi yfir þessu,“ skrifar Geiri Péturs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »