„Þetta á ekki að þurfa að vera svona“

Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir allt of mikla tregðu …
Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir allt of mikla tregðu í kjaraviðræðum sjómanna. Ljósmynd/Aðsend

Það hefur gengið á ýmsu í vetur og í mars var tekin ákvörðun hjá sumum útgerðarfélögum, meðal annars hjá Samherja, um að biðja áhafnir um að vera lengur um borð í skipum fyrirtækisins til þess að draga úr hættu á smitum vegna kórónuveirufaraldursins og þannig tryggja rekstur skipanna. Í þessu fólst að sjómenn tóku fleiri túra í röð og komu ekki í land á meðan landað var. Átakið var gert í sátt við félagsmenn Sjómannafélags Eyjafjarðar sem töldu þetta leið til þess að tryggja að sjómenn héldu launatekjum sínum.

„Þetta gekk vonum framar, tókst mjög vel og það náðist að halda þessu gangandi allan þennan tíma. Skipin hafa nánast ekkert stoppað. Menn eru fimmtán til átján daga á sjó áður en þeir fá leyfi. Margir fóru í launakerfi, þeir voru þá á launum þrátt fyrir að vera heima, en ég held að flestir hafi hætt þessu núna um mánaðamótin eða ætli að hætta eftir sjómannadag. Einhverjir ætla að halda launakerfinu gangandi hjá sér,“ segir Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar.

„Ég hef ekki heyrt að margir væru óánægðir með þetta, ef þá nokkur. Þetta var jákvætt skref svo að menn héldu vinnu og launum. Þessir menn sem eru á þessum skipum hérna eru bara þannig gerðir að þeir taka þetta bara á hnefanum meðan þess þarf. Mjög duglegir einstaklingar, allir sem einn.“

Tregða í viðræðum

Trausti segir efst á baugi nú vera kjaraviðræður sjómanna, en hann kveðst ekki með öllu sáttur við framgang þeirra. „Það er lítið sem ekkert hægt að tala við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi), þeir svara ekki neinu og þetta er í mjög skrýtinni stöðu. Ég er nýr í þessu og skil ekki af hverju er ekki einu sinni hægt að ræða málin. Það er ekki reynt að fá mann á fundi til þess að tala saman og ná einhverjum sameiginlegum grundvelli fyrir viðræður.

Nú er sumarið að koma og það gerist örugglega ekki mikið þá. Ekki búið að gerast mikið í Covid. Þannig að ég vænti þess að þetta fari á fullt skrið í haust, í lok ágúst eða byrjun september. Þá hlýtur þetta að fara í gang og vonandi getum við klárað þetta fyrir áramót. Þetta er það sem ég vil meina að sé hægt að gera, en svo er ekkert víst að það séu allir sem eru sammála því. Það er nú kominn nýr formaður SFS og það hlýtur eitthvað að gerast með nýjum mönnum.“

Brenndir af samningsleysi

Í ljósi þess að lítið hefur gerst í viðræðum að undanförnu spyr blaðamaður hvort félagsmenn séu orðnir óþreyjufullir. „Menn eru brenndir af því að vera samningslausir í næstum sjö ár. Svo kemur nýr kjarasamningur og þar voru bókanir í sem átti að klára fyrir júlí 2019. Það gekk ekki vegna ágreinings um veikindamál og annað. Ég held að menn vilji sjá að það komi nýr kjarasamningur sem þeir geti allavega kosið um, hvort þeir vilji hann eða vilji eitthvað annað. Þetta finnst mér mikilvægast og að sýna með þessu fram á að samskipti útgerða og sjómannafélaga séu í lagi, sem þau eru náttúrlega ekki þegar hlutirnir eru unnir svona,“ svarar Trausti. Þá sé það svo að þegar aðrar stéttir hafi verið samningslausar í hálft ár verði „allt vitlaust“ að sögn hans. „Við erum búnir að vera samningslausir í hálft ár og það er ekkert að gerast, það boðar enginn neina fundi eða neitt.“

Sjómenn voru kjarasamningslausir í sjö ár og segir Trausti sjómenn …
Sjómenn voru kjarasamningslausir í sjö ár og segir Trausti sjómenn brennda af reynslunni. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Hann fullyrðir að nýjasta útspil Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sé að þau hafi ekki lengur umboð til þess að gera kjarasamning við sjómenn. „Þetta er náttúrlega bara þvættingur. Þetta eru þeirra hagsmunasamtök, þannig að ég held að við ættum að geta samið við þá. Þetta virðist allt vera í bölvuðu rugli.“

Þá telur Trausti að aðferðir samtaka útgerðarmanna séu til þess fallnar að draga úr trausti milli samningsaðila. „Í kjarasamningnum sem rann út 1. desember var hækkun á skiptaprósentu úr 70% í 70,5% vegna vinnu við bókanir og þegar bókanirnar klárast ekki þá vilja þeir meina að þeir geti einhliða lækkað skiptaprósentuna niður í 70%. En þar sem nýr kjarasamningur er ekki gildandi þá hlýtur sá gamli að gilda þar til nýr er undirritaður, en þetta vilja þeir meina að þeir geti einhliða ákveðið. Það væri eins og við myndum einhliða fella úr gildi nýsmíðaálagið. Þetta er sama vitleysan. Það eru engar einhliða ákvarðanir þegar tveir eru að semja.“

Mikilvægt að hittast

„Það á að vera hægt að setjast niður og ræða málin. Það þarf að hífa samningaviðræður á hærra plan, þar sem menn setjast niður ákveðinn dag og svo er talað í heilan dag. Síðan hittast menn aftur eftir viku og eru þá kannski komnir með einhverjar fleiri spurningar úr baklandinu á báða vegu.

Þetta er ekki bara fyrir okkur sjómenn, heldur líka fyrir þá að fara með til sinna vinnuveitenda sem eru útgerðarfélögin og viðra þær tillögur sem koma fram,“ útskýrir formaðurinn.

Trausti kveðst vera formaður stærsta sjómannafélags innan Sjómannasambands Íslands, í framkvæmdastjórn þess og samninganefnd. „Ég er búinn að vera í þessu í eitt og hálft ár og hef aldrei farið á fund með SFS. Aldrei hitt þetta fólk. Mér finnst þetta bara stórfurðulegt. Valmundur (formaður Sjómannasambandsins) og Hólmgeir (framkvæmdastjóri sambandsins) hafa séð um að hitta þá en það er aldrei þannig að við mundum hittast öll og fara yfir þessi mál, mér finnst það bara skrýtið.

Ég vil bara fá að vita hvað þeir vilja og fá að hitta þetta fólk til að ræða um hvað er hægt og hvað ekki. Færa samningaviðræður inn í nútímann og hætta að rífast úti í hverju horni. Um það snúast samningaviðræður, þær fara ekki fram í blöðum heldur þurfa menn að vera einhvers staðar saman og tala saman,“ segir hann og bætir við að hann telji marga vera á sömu skoðun.

„Þetta á ekki að þurfa að vera svona, að það sé svona erfitt að koma á tveim til þrem fundum á mánuði,“ segir Trausti og bætir við að það væri allra hagur að það væri búið að gera nýjan samning áður en sá fyrri rynni út „Það var planið með þessum bókunum, en svo gekk það ekki upp og þá er bara eins og það þurfi ekkert að ræða þetta.“

Að lokum vill Trausti koma kveðjum til allra sjómanna frá Sjómannafélagi Eyjafjarðar og óska þeim til hamingju með sjómannadaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »