Eignaskipti í Samherja fóru fram í nóvember

Börn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, eiognuðust hlut í félaginu …
Börn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, eiognuðust hlut í félaginu 4. nóvember. Ljósmynd/Samherji

Atvinnuvegaráðuneytinu barst tilkynning um breytingu á eignarhaldi í Samherja í 4. nóvember í fyrra vegna tilkynningarskyldu við fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtæki, en opinberlega sagði Samherji frá breytingum í eignarhaldi fyrirtækisins 15. maí.

Um er að ræða framsal eigenda Samherja á hlutafé í innlendri starfsemi félagsins til afkomenda sinna og er eitt þeirra félaga sem um ræðir K&B ehf. í 49% eigu Baldvins Þorsteinssonar sem er skráður með lögheimili í Hollandi.

Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnuvegaráðherra, við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, en Kjarninn fjallaði fyrst um málið. Fram kemur í svarinu að fimm sinnum hafi verið tilkynnt um erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum á síðastliðnum tíu árum.

Á grundvelli tilkynningarskyldu laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hafa ráðuneytinu borist eftirfarandi tilkynningar um fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi:

20. júlí 2010 var tilkynnt um fjárfestingu Nautilus Fisheries Ltd., Hong Kong, í Storm Seafood ehf. í gegnum einkahlutafélögin Skiphól ehf. og Austmann ehf.

29. maí 2013 var tilkynnt um fjárfestingu Agatha's yard ehf. í Nóntanga ehf. Agatha's yard ehf. er í eigu tveggja erlendra aðila en tilgangur Nóntanga ehf. er m.a. vinnsla sjávarafurða, fiskveiða og skyldur rekstur.

14. desember 2015 barst tilkynning frá HB Granda hf. um að í hlutaskrá félagsins væru skráðir erlendir aðilar:

  • Global Macro Absolute Return Ad, Boston MA, hlutafjáreign 0,55% af heildarhlutafé félagsins
  • Global Macro Portfolio, Boston MA, hlutfall af heildarhlutafé félagsins 0,45%.
  • Danske Bank A/S, hlutfall af heildarhlutafé félagsins 0,002744%.
  • JNL/Eaton Vance Global Macro Ab, hlutfall af heildarhlutafé félagsins 0,11%.

3. janúar 2016 barst tilkynning frá HB Granda hf. um að annar erlendur aðili hefði bæst við í hlutaskrá félagsins og hins vegar um að erlendur hluthafi hefði bætt við eignarhlut sinn í félaginu:

  • Global Macro Capital Opportunit, hlutfall af heildarhlutafé félagsins 0,06%.
  • Global Macro Portfolio, hlutfall af heildarhlutafé félagsins 0,6%.

4. nóvember 2019 var tilkynnt um fjárfestingu K&B ehf. í Samherja hf. en K&B ehf. er að 49% hluta í eigu erlends aðila. Samherji hf. stundar hvorki fiskveiðar í efnahagslögsögu Íslands né rekur fyrirtæki til vinnslu sjávarafurða hér á landi í eigin nafni en á að fullu eða að hluta fyrirtæki í slíkri starfsemi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »