„Alvarlegra getur málið ekki verið“

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Hari

Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, ber Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, þungum sökum í tengslum við framferði Herjólfs ohf. í kjaradeilu starfsmanna í Herjólfi við bæinn.

Jónas segir bæjaryfirvöld í Eyjum „beita þernur og háseta fádæma ofríki og viðhafa vinnubrögð sem hafa ekki þekkst frá í Kreppunni miklu og setningu laga árið 1938 um vinnustöðvanir.“ 

Gamli Herjólfur hefur siglt fram og til baka frá Eyjum einu sinni í dag og er nú á leið í ferð númer tvö til lands. Nýja ferjan er kyrr í höfninni í Eyjum, þar sem hluti starfsfólks um borð er í verkfalli, þar sem bæjaryfirvöld hafa ekki viljað gera kjarasamning við félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Að gamla ferjan skuli notuð til þess að sinna sama erindi hafa talsmenn Sjómannafélagsins kallað skýrt verkfallsbrot.

„Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þar með brotið grunnréttindi launafólks; lög um vinnudeilur og gegn dómi Félagsdóms í liðinni viku. Útgerð Herjólfs ohf. sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar notar eigur ríkisins til þess að beita launafólk lögleysu og ofríki,“ segir í tilkynningu frá Jónasi. „Auðvitað gildir einu hvort nýi eða gamli Herjólfur sigli, lögbrotið er hið sama.“

Ferð númer tvö undirbúin hjá gamla Herjólfi (Herjólfi þriðja).
Ferð númer tvö undirbúin hjá gamla Herjólfi (Herjólfi þriðja). mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Bæjarstýra skjóti sér undan ábyrgð

Jónas segir bæjaryfirvöld bera fulla ábyrgð á þessu, enda eigi þau útgerðina sem reki Herjólf. „Íris Róbertsdóttir bæjarstýra segir að deilan sé ekki á hennar borði. Bæjarstýra er að skjóta sér undan ábyrgð svo eftir er tekið. Íris heldur á eina hlutabréfinu í Bæjarútgerðinni sem rekur Herjólf,“ skrifar Jónas.

Jónas bendir á að Félagsdómur hafi dæmt á þá leið að bæjarútgerðinni bæri að gera samning við alla skipverja í Herjólfi. Hann getur þess að vinnuskylda háseta og þerna sem og annarra skipverja sé frá hálfsjö að morgni og fram yfir miðnætti til klukkan hálftvö. Vinnutími þeirra sé að tveimur þriðjungi utan dagvinnutíma, fólkið vinni þrjár helgar í mánuði og alla hátíðisdaga. Þá hafi bæjaryfirvöld neitað að fylgja fordæmi Eimskips og Samskips og fjölga þernum úr þremur í fimm yfir hásumarið vegna álags.

Formaður samninganefndarinnar segir að bæjarútgerðin sé að brjóta grunnréttindi launafólks og noti til þess eigur ríkisins. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir hlýtur að stöðva lögleysu bæjaryfirvalda í Eyjum,“ skrifar hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 423,06 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 603,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 266,84 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 144,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 142,88 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,27 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Ari Óskar ÍS 127 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg
7.5.24 Dadda HF 43 Handfæri
Þorskur 756 kg
Samtals 756 kg
7.5.24 Día HF 14 Handfæri
Þorskur 669 kg
Ufsi 367 kg
Samtals 1.036 kg
7.5.24 Máni SH 194 Handfæri
Þorskur 749 kg
Samtals 749 kg
7.5.24 Hafdís ÍS 35 Handfæri
Þorskur 768 kg
Ufsi 31 kg
Samtals 799 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 423,06 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 603,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 266,84 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 144,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 142,88 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,27 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Ari Óskar ÍS 127 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg
7.5.24 Dadda HF 43 Handfæri
Þorskur 756 kg
Samtals 756 kg
7.5.24 Día HF 14 Handfæri
Þorskur 669 kg
Ufsi 367 kg
Samtals 1.036 kg
7.5.24 Máni SH 194 Handfæri
Þorskur 749 kg
Samtals 749 kg
7.5.24 Hafdís ÍS 35 Handfæri
Þorskur 768 kg
Ufsi 31 kg
Samtals 799 kg

Skoða allar landanir »