„Hér fer bara mjög vel um okkur“

Fleiri togarar eru nú í vari vegna hvassviðrisins sem gengur …
Fleiri togarar eru nú í vari vegna hvassviðrisins sem gengur yfir landið í dag og á morgun. Stýrimaðurinn á Höfrungi III gerir ráð fyrir að haldið verði til veiða annað kvöld. Ljósmynd/Brim

„Það er sæmilegasta veður hérna undir hlíðinni. Þegar maður liggur nógu nálægt er maður í fjórum eða fimm metrum. Okkur rekur bara rólega hérna út og þegar byrjar að hvessa færir maður sig bara nær. Það rýkur reyndar upp í 17 metra í hviðum niður hlíðina,“ segir Gestur Ingvi Kristinsson, stýrimaður á Höfrungi III, í samtali við 200 mílur.

Frystitogarinn Höfrungur III AK er nú í vari undan Grænuhlíð á Vestfjörðum þar sem áhöfnin hyggst bíða af sér veðrið. enda orðið heldur hvasst um þessar mundir.

Það er kraftmikil norðanátt sem gengur yfir landið.
Það er kraftmikil norðanátt sem gengur yfir landið. Skjáskot/earth.nullschool.net

Spurður hvort einhver veltingur sé á staðnum segir Gestur Ingvi svo ekki vera. „Nei nei. Hér er sjólag bara gott enda skýlir hlíðin okkur. Hér dólum við bara og erum stöðugt að færa okkur upp að í rólegheitum. Það er djúpt hérna að landi þannig að maður þorir að fara svolítið nálægt. Hér fer bara mjög vel um okkur.“

Undir Grænuhlíð eru einnig verið Valdimar GK, Drangey SK, Tómas Þorvaldsson GK og Baldvin Njálsson GK. „Hér eru allir með sinn bás. Menn taka sér bara sitt pláss og láta sig reka út og eru bara með sitt svæði og höldum okkur við okkar svæði og færumst fram og til baka,“ segir stýrimaðurinn.

Nóg að gera um borð

Gestur Ingvi geir ráð fyrir að Höfrungur III verði í vari fram á annað kvöld. „Það verður ekki veiðiveður fyrr en aðfararnótt föstudags. Ég reikna með að allir fari á Halamið,“ útskýrir hann.

Spurður hvort áhöfnin fái þá verðskuldaða hvíld á meðan, segir hann alltaf eitthvað að gera um borð frystitogara. „Hér er verið að þrífa vinnsluna og yfirfara veiðarfæri. Það hefur verið góð veiði eftir að við fórum út. Við fórum út fimmtudagskvöld [í síðustu viku] í hauga brælu á Vestfjarðarmið. Það er búið að vera mjög góð þorskveiði hérna fyrir vestan, en minna af öðrum tegundum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »