Hagræðing Hafró bar fjárhagslegan árangur

Hafrannsóknastofnun flutti í nýjar höfuðstöðvar í fyrra. Á sama tíma …
Hafrannsóknastofnun flutti í nýjar höfuðstöðvar í fyrra. Á sama tíma var hagrætt í rekstri því sem nemur 229 milljónum króna. mbl.is/sisi

Hagræðingaraðgerðir Hafrannsóknastofnunar skiluðu til ætluðum árangri samkvæmt drögum að yfirliti um afkomu stofnunarinnar 2020 sem hefur verið birt á vefsvæði hennar.

Fram kemur að tekjur stofnunarinnar voru 4,2 milljarðar á síðasta ári en það er 212 milljónum króna minna en árið 2019. Hins vegar tókst að lækka kostnaðarliði um 229 milljónir króna og skilaði stofnunin jákvæða afkomu sem nam 49 millljónum króna.

Hafrannsóknastofnun fékk 3.115 miljónir króna á fjárlögum, þar af var 2.907 miljónum ætlað í rekstur og 208 miljónir í fjárfestingar. Tekjur voru 1.085 miljónir en þar af voru 279 milljónir króna vegna vörusölu, andvirði seldrar þjónustu skilaði um 78 miljónum króna og ýmsar aðrar tekjur og framlög voru um 728 miljónir.

Breyttar aðstæður

Þá segir að kórónuveirufaraldurinn hafi þyngt rekstur stofnunarinnar og er meðal annars vísað til þess að tvö leiguverkefni rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar féllu niður og nam tekjutap vegna þessa 140 milljónum króna. Annars vegar var um að ræða 30 daga leigu til norsku hafrannsóknastofnunarinnar en hins vegar leigu á skipinu í 8 daga í gegnum Evrópuverkefnið Eurofleet.

Þá féll ekki út nokkur túr þrátt fyrir að teknir hafi verið upp breyttir verkferlar vegna kórónuveirufaraldursins, svo sem skimun áhafna sem og sóttvarnir um borða rannsóknaskipanna.

Árni Friðriksson við bryggju.
Árni Friðriksson við bryggju. mbl.is/Pétur Kristjánsson

„Úthaldsdagarnir urðu mun fleiri en ráðgert hafði verið eða 362 miðað við 326 árið 2019. Árna Friðrikssyni var haldið úti í 218 daga og Bjarna Sæmundssyni í 144 daga. Auk tveggja leiguverkefna sem féllu niður og áður var getið um varð sú breyting á upphaflegri skipaáætlun að Árni Friðriksson var notaður í haustrallið vegna þess að ekki fékkst leiguskip í það verkefni. Skip stofnunarinnar voru því notuð mun meira í eigin rannsóknir en áætlað hafði verið,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.

Viðgerð og flutningur

Fram kemur að rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hóf árið 2020 í Slippnum í Reykjavík þar sem skipt var um vélarblokk og þurfti að skera gat á síðu skipsins til að ná út ónýtri vélinni. „Bjarni var þó kominn í stand og sjófær á réttum tíma til að rannsaka ástand sjávar í leiðangri sem hófst 10. febrúar. Bjarni endaði árið mjög vel en þann 17. desember voru liðin 50 ár frá smíði skipsins. Veisluhöld vegna þess bíða betri tíma.“

Bent er á að  Árni Friðriksson kom til hafnar 2. nóvember úr haustralli en það var síðasti leiðangur hans í fyrra. Farið var í viðhald á skipinu enda rafall númer eitt bilaður. Í ljós kom að segulmögnunarvél um borð var ónýt og þurfti að vefja hana upp á nýtt. Einnig var farið í fyrirbyggjandi viðhald á öðrum rafölum.

Hafrannsóknastofnun flutti á síðasta ári í ný húsakynni í stærsta timburhús landsins að Fornubúðum í Hafnarfirði, en stofnun hafði verið með aðsetur við Skúlagötu 4 frá 1965. Tafir urðu á flutningnum en í byrjun júní sigldu loks starfsmenn með rannsóknaskipunum frá Faxagarði í Reykjavík til Hafnarfjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »