Laxinn skilaði næstmestum útflutningstekjum

Eldislaxinn verður sífellt mikilvægari útflutningsvara.
Eldislaxinn verður sífellt mikilvægari útflutningsvara. mbl.is/Helgi Bjarnason

Eldislaxinn verður sífellt mikilvægari útflutningsvara. Sú staðreynd er kannski ekki ný af nálinni en það að laxinn skilaði næstmestum útflutningsverðmætum á eftir þorski í fyrra þykja nokkur tíðindi.

Fram kemur á Radarnum að lengst af hafi loðnan verið næstumfangsmesta tegundin og skilað næstmestum útflutningsverðmætum á eftir þorski síðastliðinn áratug, en vegna loðnubrests er hún ekki til staðar. Þá hefur laxinn vaxið mikið undanfarin ár og hefur hann tekið fram úr flestum öðrum tegundum.

Mynd/Radarinn

Talið er líklegt „að hlutur laxins muni vaxa enn frekar á komandi árum og að hann muni þar með festa sig rækilega í sessi sem annar verðmætasti fiskurinn. Að sjálfsögðu geta aðrar fisktegundir bætt við sig, en þegar veitt er úr náttúrulegum stofnum er magnaukning þeirra miklu óvissari“, segir á Radarnum.

2,1 milljarður í janúar

Fram kemur að árið 2021 hefur byrjað vel í fiskeldinu og voru útflutningsverðmæti eldisafurða 3,1 milljarður króna í janúar, sem er stærsti janúar frá upphafi.

Í krónum talið er aukningin á milli ára 22% en í erlendri mynt 10%. Þar af nam útflutningsverðmæti eldislax um 2,1 milljarði króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,91 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,66 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.399 kg
Ýsa 56 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 1.470 kg
20.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 2.899 kg
Skarkoli 23 kg
Ýsa 12 kg
Samtals 2.934 kg
20.9.24 Valþór EA 313 Handfæri
Þorskur 272 kg
Samtals 272 kg
20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,91 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,66 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Ebbi AK 37 Þorskfisknet
Þorskur 1.399 kg
Ýsa 56 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 1.470 kg
20.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 2.899 kg
Skarkoli 23 kg
Ýsa 12 kg
Samtals 2.934 kg
20.9.24 Valþór EA 313 Handfæri
Þorskur 272 kg
Samtals 272 kg
20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg

Skoða allar landanir »