Beðið eftir endanlegu loðnuverði til sjómanna

Árni Bjarnasonm formaður Félags skipstjórnarmanna, segir verð til sjómanna á …
Árni Bjarnasonm formaður Félags skipstjórnarmanna, segir verð til sjómanna á loðnuvertíðinni hafa verið varlega áætlað. Eggert Jóhannesson

Það er því næsta víst að það skiptaverð sem lagt er til grundvallar fyrir aflahlut sjómanna hlýtur að vera mjög varlega áætlað, svo ekki sé dýpra í árinni tekið,“ skrifar Árni Björnsson, formaður Félags skipstjórnarmanna, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag um að sjómönnum hefur verið greitt frá upphafi loðnuvertíðar um 100 krónur á kíló.

Bendir Árni hins vegar á í grein sinni á að hæsta verð sem greitt var fyrir norskan farm, sem hann hefur heyrt af, hafi verið 252 krónur á kíló af loðnu.

„Að þessu sinni tekur í það minnsta ein útgerð fram í sínum verðsamningi að tekið verði tillit til endanlegs afurðaverðs við launauppgjör hennar sjómanna, sem er þeirri útgerð til sóma og ætti að verða öðrum útgerðum til eftirbreytni,“ skrifar hann.

Loðnunót
Loðnunót mbl.is/Hanna Andrés­dótt­ir

Grein Árna í heild:

Vel heppnuð loðnuvertíð

Um þessar mundir er langt komin stutt og snörp loðnuvertíð sem er kærkomin himnasending til handa hagsmunaaðilum eftir tveggja ára loðnuþurrð. Heyra og lesa má í fjölmiðlum jákvæð viðbrögð úr öllum áttum innan greinarinnar bæði til sjós og lands þar sem menn gleðjast yfir stemningunni með tilheyrandi loðnulykt og væntingum um uppgrip á skömmum tíma. Miklar væntingar um hátt verð voru og eru meðal loðnusjómanna ekki síst þegar horft var til mikillar eftirspurnar þar sem ekki hefur borist uggi af loðnu frá Íslandi til Japans í tvö ár. Væntingarnar fengu síðan byr undir báða vængi þegar fréttir fóru að berast af því verði sem íslensku sjávarútvegsfyrirtækin greiddi til norskra skipa fyrir loðnu sem þau lönduðu á Íslandi.

Norskt/íslenskt verð fyrir loðnu

Fyrstu tölur sem fregnir bárust af í viðskiptum þessara vinaþjóða voru 140 kr./kg Norðmönnum til handa. Síðan fóru prísarnir ört hækkandi og náðu hámarki í lok veiðitímabils þeirra. Hæsta verð að mér er tjáð fyrir norskan farm sem íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki greiddi var 252 kr./kg.

Í Fiskeribladet frá 24. febrúar var meðalverðið á vertíðinni til Norðmanna sagt 224 kr. Hæsta verð til norskra skipa samkvæmt blaðinu var 283 kr. sem er vel yfir lágmarksverði á þorski í Noregi og á Íslandi. Vert er að geta þess að samkvæmt samningi milli þjóðanna fá Norðmenn ekki tækifæri til fylgja loðnunni lengra suður en til 64°30‘ norðlægrar breiddar og missa því að verulegu leyti langverðmætasta hluta vertíðarinnar sem varir í kringum það tímabil sem hámarkshrognafyllingu er náð, sem að öllu jöfnu gerist ekki fyrr en loðna er komin sunnar, síðan vestur með suðurströndinni og endar loks í Faxaflóa og á Breiðafirði.

Íslenskt verð

Það verð sem ákveðið var af íslensku útgerðunum í upphafi vertíðar hefur að sögn sjómanna verið í kringum 100 krónur pr. kg sem í sögulegu samhengi er það hæsta sem um getur, en á sama tíma má vekja athygli á að afurðaverð á Japansmarkaði er í hæstu hæðum sem í raun var staðfest þann 9. mars í viðtali á mbl.is við Gunnþór Ingvason, ánægðan framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, þar sem hann upplýsti að heildarútflutningsverðmæti loðnuafurða að meðtöldum 10 þúsund tonna afla (reyndar 12.526 tonn samkvæmt norskum löndunartölum) sem Norðmenn lönduðu hérlendis myndi nema á bilinu 22-25 milljörðum og fullt tilefni til að óska öllum hagsmunaaðilum til hamingju með vel heppnaða vertíð.

Uppgjörið

Þegar horft er til fyrri vertíða þá hefur það átt sér stað hjá ákveðnum útgerðum, þó alls ekki öllum, að þær greiði áhöfnum sinna skipa leiðréttingu á aflahlut, reynist endanlegt afurðaverð hærra en áætlað hafði verið á vertíðinni. Í gegnum tíðina meðan kvótinn hljóðaði upp á mörg hundruð þúsund tonn var eðlilega mun meiri óvissa með skilaverð á afurðum sem leiddi til þess að sjómenn vildu fremur fá lokauppgjör byggt á áætluðu verði frá útgerðinni fremur en að geta átt von á bakreikningi ef í ljós kæmi lækkun afurðaverðs frá áætlunum útgerðar. Á þeirri fordæmalausu vertíð sem nú sér fyrir endann á blasir við að eftirspurn er mun meiri en framboðið, sáralítið af heildaraflanum fór í bræðslu, bróðurparturinn er frystar afurðir auk þess sem vel tókst til með hrognafrystingu og meðalverð á kílóið hjá Norðmönnum var 224 kr. án mikillar aðkomu þeirra að hrognaloðnu, sem er sem áður segir verðmætasta afurðin.

Það er því næsta víst að það skiptaverð sem lagt er til grundvallar fyrir aflahlut sjómanna hlýtur að vera mjög varlega áætlað, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Vert er að nefna að, að þessu sinni tekur í það minnsta ein útgerð fram í sínum verðsamningi að tekið verði tillit til endanlegs afurðaverðs við launauppgjör hennar sjómanna, sem er þeirri útgerð til sóma og ætti að verða öðrum útgerðum til eftirbreytni.

Ljóst er að góðar tekjur sjómanna á vertíðinni eru byggðar á hlutaskiptakerfi sem tryggja skal þeim ákveðið hlutfall af aflaverðmæti hvort sem verð á afurðum er lélegt eða frábært og þar af leiðir að endanlegt launauppgjör sem byggt er á bráðabirgðaverðákvörðunum af hálfu útgerða ætti ekki að eiga sér stað að þessu sinni í það minnsta, þar sem allar forsendur hníga til þess að endanlegt afurðaverð liggi nú þegar eða mjög fljótlega ljós fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,95 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,59 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,95 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,59 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »