„Við erum allir klárir í næsta túr“

Cuxhaven landar á Akureyri í morgun.
Cuxhaven landar á Akureyri í morgun. Ljósmynd/Samherji

Cuxhaven NC 100 kom til Akureyrar í morgun með um 300 tonna afla og var uppistaðan aðallega þorskur sem veiddur var undan Grænlandi. Fram kemur í færslu á vef Samherja að hráefnið fari „til vinnslu í fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri og fiskvinnslu Samherja á Dalvík og verður fullunnin vara komin til erlendra kaupenda eftir örfáa daga.“

Skipið er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union í Þýskalandi, og var tekið í notkun 2018.

Nóg var að gera þegar skipið mætti með 300 tonn.
Nóg var að gera þegar skipið mætti með 300 tonn. Ljósmynd/Samherji

„Við vorum um fjóra sólarhringa á veiðum og fiskurinn er mjög góður, fjögur og hálft til fimm kíló. Það tók okkur svo um sólarhring að sigla hingað til Akureyrar, löndun hófst strax og tekur um átta klukkustundir. Við getum sagt að þetta sé fullfermi, líklega vantar bara um fimmtán tonn til þess að allt pláss sé nýtt undir fisk,“ segir Hannes Kristjánsson skipstjóri í færslunni.

„Við vorum að taka 14-15 tonn í holi, þannig getum við tryggt hámarks gæði hráefnisins sem þetta allt saman snýst um. Við erum tuttugu í áhöfn og það er valinn maður í hverju rúmi, sem er lykilatriði. Cuxhaven hefur reynst mjög vel, togkrafturinn er mikill og skipið fer vel með mannskapinn og allur tækjabúnaður er af fullkomnustu gerð. Já, já, við höldum til veiða strax og búið er að landa, þannig að stoppið er ekki langt hjá okkur. Við erum allir klárir í næsta túr,“ segir Hannes.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 279,43 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 471,97 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 312,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 83,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 177,66 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.6.21 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 6.459 kg
Ýsa 1.016 kg
Langa 633 kg
Keila 361 kg
Hlýri 340 kg
Steinbítur 254 kg
Ufsi 45 kg
Skarkoli 27 kg
Gullkarfi 20 kg
Samtals 9.155 kg
20.6.21 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 1.356 kg
Hlýri 141 kg
Gullkarfi 60 kg
Keila 50 kg
Samtals 1.607 kg
20.6.21 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Langa 1.237 kg
Hlýri 566 kg
Ýsa 341 kg
Keila 273 kg
Þorskur 229 kg
Steinbítur 211 kg
Gullkarfi 106 kg
Ufsi 101 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 3.081 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 279,43 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 471,97 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 312,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 83,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 177,66 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.6.21 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 6.459 kg
Ýsa 1.016 kg
Langa 633 kg
Keila 361 kg
Hlýri 340 kg
Steinbítur 254 kg
Ufsi 45 kg
Skarkoli 27 kg
Gullkarfi 20 kg
Samtals 9.155 kg
20.6.21 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 1.356 kg
Hlýri 141 kg
Gullkarfi 60 kg
Keila 50 kg
Samtals 1.607 kg
20.6.21 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Langa 1.237 kg
Hlýri 566 kg
Ýsa 341 kg
Keila 273 kg
Þorskur 229 kg
Steinbítur 211 kg
Gullkarfi 106 kg
Ufsi 101 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 3.081 kg

Skoða allar landanir »