„Við erum allir klárir í næsta túr“

Cuxhaven landar á Akureyri í morgun.
Cuxhaven landar á Akureyri í morgun. Ljósmynd/Samherji

Cuxhaven NC 100 kom til Akureyrar í morgun með um 300 tonna afla og var uppistaðan aðallega þorskur sem veiddur var undan Grænlandi. Fram kemur í færslu á vef Samherja að hráefnið fari „til vinnslu í fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri og fiskvinnslu Samherja á Dalvík og verður fullunnin vara komin til erlendra kaupenda eftir örfáa daga.“

Skipið er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union í Þýskalandi, og var tekið í notkun 2018.

Nóg var að gera þegar skipið mætti með 300 tonn.
Nóg var að gera þegar skipið mætti með 300 tonn. Ljósmynd/Samherji

„Við vorum um fjóra sólarhringa á veiðum og fiskurinn er mjög góður, fjögur og hálft til fimm kíló. Það tók okkur svo um sólarhring að sigla hingað til Akureyrar, löndun hófst strax og tekur um átta klukkustundir. Við getum sagt að þetta sé fullfermi, líklega vantar bara um fimmtán tonn til þess að allt pláss sé nýtt undir fisk,“ segir Hannes Kristjánsson skipstjóri í færslunni.

„Við vorum að taka 14-15 tonn í holi, þannig getum við tryggt hámarks gæði hráefnisins sem þetta allt saman snýst um. Við erum tuttugu í áhöfn og það er valinn maður í hverju rúmi, sem er lykilatriði. Cuxhaven hefur reynst mjög vel, togkrafturinn er mikill og skipið fer vel með mannskapinn og allur tækjabúnaður er af fullkomnustu gerð. Já, já, við höldum til veiða strax og búið er að landa, þannig að stoppið er ekki langt hjá okkur. Við erum allir klárir í næsta túr,“ segir Hannes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »