„Það er aldrei gott að þurfa að fresta einhverju“

Marianne Rasmussen-Coulling
Marianne Rasmussen-Coulling

Mikill áhugi er á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem verður haldin í Fífunni í Kópavogi í september. Marianne Coulling-Rasmussen, framkvæmdastjóri sýningarinnar, segir ekki annan valkost hafa verið í stöðunni í fyrra en að fresta sýningunni. Nú verður hægt að taka þátt í gegnum fjarskiptabúnað.

Þrátt fyrir að víða hafi tekist að ná tökum á faraldrinum hafa skipuleggjendur Íslensku sjávarútvegssýningarinnar einnig gert ráðstafanir til að draga úr áhrifum faraldursins með því að koma á stafrænni sýningu sem haldin verður samhliða þeirri í Fífunni.

„Við köllum þetta tvíþætta sýningu þar sem veraldleg sýning fer fram á sama tíma og stafræn sýning. Hægt verður að mæta á staðinn, takast í hendur og tala saman augliti til auglitis, eins og flestir vilja gera enda erum við í eðli okkar félagsverur. En einnig er hægt að taka þátt í gegnum fjarskiptabúnað sem veitir þeim sem ekki geta ferðast til Íslands tækifæri til að mæta á sýninguna,“ útskýrir Coulling-Rasmussen.

Mikil aðsókn hefuir verið á Íslensku sjávarútvegssýninguna sem haldin hefru …
Mikil aðsókn hefuir verið á Íslensku sjávarútvegssýninguna sem haldin hefru verið í rúma þrjá áratugi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sýningin í ár verður þrettánda alþjóðlega sýningin sem haldin er hér á landi og átti að halda hana í fyrra en ákveðið var að fresta henni vegna kórónu- veirufaraldursins. Spurð hvort það hafi verið erfið ákvörðun svarar hún: „Þetta vakti blendnar tilfinningar [að fresta sýningunni]. Auðvitað viljum við öll að heimurinn verði eins og hann var og við hugðumst halda sýninguna í september í fyrra, en eina leiðin til þess að gera það var að fólk væri bólusett gegn kórónuveirunni. Í september í fyrra vorum við fjarri þeirri stöðu og hefði töluverð áhætta fylgt því að halda hana.“

„Ég ræddi við sýnendur og aðra sem koma að sýningunni og þeir voru allir sammála mér um að ekki myndi vera hægt að halda þá sýningu sem við vildum hafa. Þannig að við ákváðum að fresta henni um eitt ár og tryggja að við gætum haldið sýningu sem myndi mæta þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. Það er aldrei gott að þurfa að fresta einhverju, en þetta var vegna ytri aðstæðna sem við höfðum enga stjórn yfir og maður verður að aðlagast þeim því það er enginn annar valkostur.“

Áhugi á reynslu Íslendinga

Aukin áhersla er á fullnýtingu hráefnis og aukna verðmætasköpun í vinnslu á sýningu ársins. „Enda hefur verið mikil þróun á því sviði síðustu ár. Við munum varpa ljósi á þetta á málþinginu „afskurður að hagnaði“ (e. fish waste for profit) sem mun standa í einn og hálfan dag. [...] Íslenski sjávarklasinn er með okkur í þessu.

Staðreyndin er að nýting hliðarafurða getur einnig skapað fyrirtækjum í sjávarútvegi tekjur. Ísland hefur staðið sig mjög vel í þessu samhengi og við finnum fyrir auknum áhuga frá aðilum frá öðrum heimshornum sem vilja heyra reynslu Íslendinga og annarra af nýtingu þess hluta hráefnisins sem venjulega hefur verið fargað,“ segir Coulling-Rasmussen.

Margt er að sjá fyrir áhugasama um sjávarútevg.
Margt er að sjá fyrir áhugasama um sjávarútevg. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hún segir að í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði unnið að því að tengja saman þá aðila sem geta átt samleið. „Þeir sem skrá sig á sýninguna geta látið vita hvaða tegund af fyrirtækjum þeir vilja eiga fundi með og hjálpar Nýsköpunarmiðstöðin okkur að skipuleggja þetta. Mesti árangur sem við höfum náð á þessu sviði var á sýningunni 2017 þegar okkur tókst að koma á tæplega hundrað fundum með aðilum frá um 26 löndum.“

Hún segir skipuleggjendur vinna að vel heppnaðri sýningu og eru 80% sýningarbásanna þegar pantaðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 423,98 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 603,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 267,99 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 144,56 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 142,88 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 269,95 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Milla ÍS 157 Handfæri
Þorskur 764 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 774 kg
7.5.24 Rumur EA 401 Handfæri
Þorskur 712 kg
Ufsi 5 kg
Ýsa 4 kg
Karfi 1 kg
Samtals 722 kg
7.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 961 kg
Þorskur 46 kg
Rauðmagi 11 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.023 kg
7.5.24 Biggi SI 39 Handfæri
Þorskur 135 kg
Ýsa 6 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 147 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 423,98 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 603,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 267,99 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 144,56 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 142,88 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 269,95 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Milla ÍS 157 Handfæri
Þorskur 764 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 774 kg
7.5.24 Rumur EA 401 Handfæri
Þorskur 712 kg
Ufsi 5 kg
Ýsa 4 kg
Karfi 1 kg
Samtals 722 kg
7.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 961 kg
Þorskur 46 kg
Rauðmagi 11 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.023 kg
7.5.24 Biggi SI 39 Handfæri
Þorskur 135 kg
Ýsa 6 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 147 kg

Skoða allar landanir »