Snúið við með norskan makrílafla

Tveimur norskum skipum sem fyrirhugað var að lönduðu makríl á Fáskrúðsfirði og Eskifirði var snúið við á mánudag. Lögum samkvæmt er slík löndun óheimil meðan ekki hefur verið samið um veiðistjórnun á makríl í NA-Atlantshafi. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segir að auðveldlega hefði mátt leysa málið með því að veita undanþágu í ljósi mikilla íslenskra hagsmuna, en það hafi ekki fengist í gegn.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Lá í fjóra tíma við bryggju

Norska skipið Knester var komið að bryggju á Fáskrúðsfirði á mánudagsmorgun og lá við bryggju í fjóra tíma áður en skipinu var snúið til Færeyja þar sem aflanum var landað. Norska skipið Havsnurp var á sama tíma á leið til Eskifjarðar en var snúið við á landhelgismörkum austur af landinu og hélt sömuleiðis með aflann til Færeyja.

Friðrik Mar segir að hann hafi ekki vitað að löndun á norskum makríl væri bönnuð hér á landi. Fyrirtækið hafi lengi átt í góðum samskiptum við norskar útgerðir og þegar makríll bauðst í gegnum tilboðsmarkað Sildesalgslaget hefði því verið tekið fegins hendi, enda skortur á hráefni í vinnslu fyrirtækisins þar sem togarinn Ljósafell er í slipp þessa dagana.

Hann segir að á síðustu fimm árum hefði Loðnuvinnslan keypt 165 þúsund tonn af kolmunna af Norðmönnum, loðnu úr Barentshafi af Norðmönnum og loðnu af Færeyingum. Framleiðsluverðmæti afurða úr þessu erlenda hráefni nam samtals 10,5 milljörðum, að sögn Friðriks.

Frá 2017 hefðu ekki verið samningar um stjórnun kolmunnaveiða, en reglum um löndun Norðmanna og Færeyinga á kolmunna hefði einfaldlega verið breytt þar sem augljósir hagsmunir hefðu verið af viðskiptunum. Hann segir að nákvæmlega sömu hagsmunir hefðu verið af þessum makrílviðskiptum fyrir þjóðarbúið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »