Samherji boðar mikla uppbyggingu í Öxarfirði

Landeldisstöð Samherja í Öxarfirði verður stækkuð um helming og er …
Landeldisstöð Samherja í Öxarfirði verður stækkuð um helming og er áætlað að framleiðslan fari í 3.000 tonn. Ljósmynd/Samherji

Stjórn Samherja fiskeldis hefur ákveðið að stækka landeldisstöð félagsins í Öxarfirði um helming og er stefnt að því að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Áætlaður kostnaður við áformin er einn og hálfur milljarður króna, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Samherja.

Þar segir að gert sé ráð fyrir landgræðslu og síðar skógrækt á nærliggjandi jörð „sem hluti af hringrásarhagkerfi eldisins, bættri nýtingu og kolefnisjöfnun.“

Um nokkurt skeið hefur fyrirtækið haft í skoðun möguleika til stækkunar á eldisstöðinni í Öxarfirði og er haft eftir Jóni Kjartani Jónssyni, framkvæmdastjóra Samherja fiskeldis ehf.,  að framkvæmdir munu hefjast á næstunni en fyrst þurfi að ganga frá skipulagsmalum sem eru á lokastigi.

„Þetta er nokkuð umfangsmikið verkefni. Kerin sem við byggjum verða alls fimm vegna stækkunarinnar, um helmingi stærri að umfangi en stærstu ker sem fyrir eru. Þá þarf að auka sjótöku, byggja hreinsimannvirki, stoðkerfi og koma fyrir ýmsum tækjabúnaði. Undirbúningsvinnu er nú að mestu lokið, leyfin eru að klárast og næst er að hefjast handa,“ segir Jón Kjartan.

Tölvugerð mynd af laxeldisstöðinni eftir stækkun
Tölvugerð mynd af laxeldisstöðinni eftir stækkun Mynd/Samherji

Tengjast áformum á Reykjanesinu

Samherji er eigandi lóðarinnar í Öxarfirði þar sem starfsemin fer fram og hefur einnig fest kaup á jörðinni Akursel. Fyrirhugað er að nýta áburð frá stöðinni til landgræðslu og síðar skógræktar á jörðinni.

„Samherji áformar að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi á Reykjanesi á næstu árum og þessi stækkun í Öxarfirði tengist þeim áformum. Það má segja að stækkunin fyrir norðan sé á vissan hátt undanfari þessa stóra verkefnis okkar á Reykjanesi. Við ætlum að prófa nýja hluti og í stærri einingum en áður og nýta þá reynslu við hönnun og rekstur á nýju stöðinni,“ útskýrir framkvæmdastjórinn.

Jón Kjartan telur stækkun stöðvarinnar í Öxarfirði hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. „Með helmingi stærri stöð eykst umfangið að sama skapi. Störfum fjölgar, aðflutningar til og frá stöðinni munu aukast og þörf á aðkeyptri þjónustu til rekstrarins verður meiri. Þetta eflir samfélagið og undirstrikar jafnframt trú okkar á landeldi og að Öxarfjörðurinn sé hentugur staður fyrir slíka atvinnustarfsemi.“

Mynd/Samherji
mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.21 457,47 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.21 579,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.21 380,80 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.21 374,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.21 182,97 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.21 212,80 kr/kg
Djúpkarfi 14.10.21 258,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.21 252,00 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.10.21 356,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.10.21 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 3.873 kg
Ýsa 245 kg
Keila 59 kg
Hlýri 58 kg
Gullkarfi 14 kg
Samtals 4.249 kg
16.10.21 Klettur ÍS-808 Plógur
Sæbjúga Austfirðir mið 23.894 kg
Samtals 23.894 kg
16.10.21 Bára NS-126 Handfæri
Þorskur 402 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 403 kg
16.10.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.261 kg
Ýsa 269 kg
Gullkarfi 249 kg
Ufsi 52 kg
Samtals 1.831 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.21 457,47 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.21 579,05 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.21 380,80 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.21 374,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.21 182,97 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.21 212,80 kr/kg
Djúpkarfi 14.10.21 258,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.21 252,00 kr/kg
Litli karfi 11.10.21 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.10.21 356,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.10.21 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 3.873 kg
Ýsa 245 kg
Keila 59 kg
Hlýri 58 kg
Gullkarfi 14 kg
Samtals 4.249 kg
16.10.21 Klettur ÍS-808 Plógur
Sæbjúga Austfirðir mið 23.894 kg
Samtals 23.894 kg
16.10.21 Bára NS-126 Handfæri
Þorskur 402 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 403 kg
16.10.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 1.261 kg
Ýsa 269 kg
Gullkarfi 249 kg
Ufsi 52 kg
Samtals 1.831 kg

Skoða allar landanir »