Fyrst á heimsvísu að ala loðnu í eldisstöð

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, Agnar Steinarsson og Ragnar Jóhannsson, fóðra loðnur í …
Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, Agnar Steinarsson og Ragnar Jóhannsson, fóðra loðnur í eldisstöðinni. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík hefur nú í fyrsta sinn á heimsvísu tekist að ala loðnu í eldisstöð. Loðnuseiðin sem þar hafa verið alin eru nú að meðaltali tíu sentimetrar á lengd og búist er við því að þau hrygni í stöðinni næsta sumar, rúmlega ársgömul.

Agnar Steinarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, flytur á morgun, fimmtudag, erindi um þessar eldistilraunir með loðnu. Málstofan verður haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og hefst klukkan kl. 12.30.

Náðu að vaxa og dafna

Í kynningu á verkefninu kemur fram að í vor náðu starfsmenn Hafró, í góðri samvinnu við loðnusjómenn, að frjóvga og klekja út loðnuhrognum og hefja tilraunaeldi á loðnulirfum. Frá þessu var greint í maí.

Fóðrað var með örsmáu lifandi dýrasvifi og fljótlega kom í ljós að lirfurnar náðu að vaxa og dafna í stöðinni. Rúmum þremur mánuðum síðar var búið að venja tvö þúsund seiði á þurrfóður.

Loðnan er lykiltegund

Í erindinu verða sýndar myndir og myndskeið af þroskunarferli seiðanna og skýrt frá niðurstöðum mælinga. Greint verður frá nýjum rannsóknaklefa stöðvarinnar og fyrirhuguðum rannsóknum á áhrifum súrnunar á vöxt og afkomu loðnulirfa. Þá verður fjallað um mögulegar eldisrannsóknir á loðnu á komandi árum.

„Loðna er lykiltegund í fæðuvistkerfinu í hafinu í kringum Ísland og mikilvægt er að skilja hvaða áhrif loftslagsbreytingar gætu haft á vöxt, fjölgun og útbreiðslu tegundarinnar á næstu áratugum,“ segir í kynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.22 400,45 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.22 466,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.22 416,82 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.22 463,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.22 30,74 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.22 262,85 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.22 335,95 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.1.22 189,00 kr/kg
Blálanga, slægð 21.1.22 215,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.22 Fjölnir GK-157 Lína
Tindaskata 231 kg
Samtals 231 kg
22.1.22 Kristján HF-100 Lína
Þorskur 395 kg
Steinbítur 7 kg
Keila 5 kg
Samtals 407 kg
21.1.22 Breki VE-61 Botnvarpa
Steinbítur 10.061 kg
Langa 2.903 kg
Samtals 12.964 kg
21.1.22 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 1.163 kg
Ýsa 498 kg
Steinbítur 89 kg
Samtals 1.750 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.22 400,45 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.22 466,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.22 416,82 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.22 463,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.22 30,74 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.22 262,85 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.22 335,95 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.1.22 189,00 kr/kg
Blálanga, slægð 21.1.22 215,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.22 Fjölnir GK-157 Lína
Tindaskata 231 kg
Samtals 231 kg
22.1.22 Kristján HF-100 Lína
Þorskur 395 kg
Steinbítur 7 kg
Keila 5 kg
Samtals 407 kg
21.1.22 Breki VE-61 Botnvarpa
Steinbítur 10.061 kg
Langa 2.903 kg
Samtals 12.964 kg
21.1.22 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 1.163 kg
Ýsa 498 kg
Steinbítur 89 kg
Samtals 1.750 kg

Skoða allar landanir »