Fyrst á heimsvísu að ala loðnu í eldisstöð

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, Agnar Steinarsson og Ragnar Jóhannsson, fóðra loðnur í …
Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, Agnar Steinarsson og Ragnar Jóhannsson, fóðra loðnur í eldisstöðinni. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík hefur nú í fyrsta sinn á heimsvísu tekist að ala loðnu í eldisstöð. Loðnuseiðin sem þar hafa verið alin eru nú að meðaltali tíu sentimetrar á lengd og búist er við því að þau hrygni í stöðinni næsta sumar, rúmlega ársgömul.

Agnar Steinarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, flytur á morgun, fimmtudag, erindi um þessar eldistilraunir með loðnu. Málstofan verður haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og hefst klukkan kl. 12.30.

Náðu að vaxa og dafna

Í kynningu á verkefninu kemur fram að í vor náðu starfsmenn Hafró, í góðri samvinnu við loðnusjómenn, að frjóvga og klekja út loðnuhrognum og hefja tilraunaeldi á loðnulirfum. Frá þessu var greint í maí.

Fóðrað var með örsmáu lifandi dýrasvifi og fljótlega kom í ljós að lirfurnar náðu að vaxa og dafna í stöðinni. Rúmum þremur mánuðum síðar var búið að venja tvö þúsund seiði á þurrfóður.

Loðnan er lykiltegund

Í erindinu verða sýndar myndir og myndskeið af þroskunarferli seiðanna og skýrt frá niðurstöðum mælinga. Greint verður frá nýjum rannsóknaklefa stöðvarinnar og fyrirhuguðum rannsóknum á áhrifum súrnunar á vöxt og afkomu loðnulirfa. Þá verður fjallað um mögulegar eldisrannsóknir á loðnu á komandi árum.

„Loðna er lykiltegund í fæðuvistkerfinu í hafinu í kringum Ísland og mikilvægt er að skilja hvaða áhrif loftslagsbreytingar gætu haft á vöxt, fjölgun og útbreiðslu tegundarinnar á næstu áratugum,“ segir í kynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 603,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 280,41 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 248,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 261,04 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 320,81 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 276,57 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 1.856 kg
Ufsi 30 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 4 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.904 kg
19.9.24 Sara ÍS 186 Annað - Hvað
Ýsa 539 kg
Þorskur 131 kg
Samtals 670 kg
19.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 1.997 kg
Ufsi 69 kg
Samtals 2.066 kg
19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 603,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 280,41 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 248,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 261,04 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 320,81 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 276,57 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 1.856 kg
Ufsi 30 kg
Ýsa 12 kg
Karfi 4 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.904 kg
19.9.24 Sara ÍS 186 Annað - Hvað
Ýsa 539 kg
Þorskur 131 kg
Samtals 670 kg
19.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 1.997 kg
Ufsi 69 kg
Samtals 2.066 kg
19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg

Skoða allar landanir »