„Bleikjan er mýkri og sætari en laxinn“

Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri fiskeldis Samherja, segir landeldið gera fyrirtækinu …
Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri fiskeldis Samherja, segir landeldið gera fyrirtækinu kleift að uppfylla kröfur um enga lyfjanotkun og notkun hormóna og almennt atlæti fisksins, sem fóðraður er með hágæðafóðri sem inniheldur einungis náttúrulegt litarefni. Ljósmynd/Samherji

Sala á bleikju er mjög háð veitingastaðamarkaðinum og í kórónuveirufaraldri var mörgum veitingastöðum lokað eða þeir einfölduðu hjá sér matseðilinn og létu bleikjuna mæta afgangi.

Kórónuveirufaraldurinn hafði neikvæð áhrif á markaðinn fyrir bleikju en salan hefur smám saman tekið við sér á ný síðustu mánuði. Þetta segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri fiskeldis Samherja.

Í landeldi má stýra vaxtarskilyrðum fisksins af mikilli nákvæmni og …
Í landeldi má stýra vaxtarskilyrðum fisksins af mikilli nákvæmni og fullnægja ströngustu kröfum um lyfja- og hormónalausa framleiðslu. Neytendur leggja ríka áherslu á hreinleika matvöru. Ljósmynd/Samherji

Það einkennir fiskeldi Samherja að það fer allt fram á landi. Fyrirtækið rekur klakfiskastöð í Sigtúnum í Öxarfirði og seiðastöð á Núpum í Ölfusi og á Stað við Grindavík, og tvær áframeldisstöðvar fyrir bleikju á Stað annars vegar og á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd hins vegar. Strandeldisstöð fyrir lax er stafrækt á Núpsmýri í Öxarfirði og á öllum þessum stöðum er blanda af heitu eða ísöltu borholuvatni og sjó notuð við framleiðslna.

Vinnslan fer fram á tveimur stöðum; laxinum er slátrað og pakkað í Öxarfirði en í Sandgerði er starfrækt fullkomin hátæknivinnsla fyrir bleikjuna. Er bleikjueldi Samherja það stærsta í heimi en hafa verður í huga að hinn alþjóðlegi bleikjumarkaður er langtum smærri en t.d. markaðurinn fyrir laxaafurðir.

„Þótt bleikja og lax séu ekki ósvipaðar fisktegundir þá er bleikjan dýrari vara og vandfundnari í fiskborðum verslana og á matseðlum veitingastaða. Munar mikið um kaup fínni veitingastaða á þessari vöru og þegar veitingageirinn þurfti að draga saman seglin vegna kórónuveirufaraldursins minnkaði salan á bleikju sem því nemur. Sumum veitingastöðum var lokað en aðrir gripu til þess ráðs að hagræða og einfalda hjá sér matseðilinn og taka út marga rétti, en þar lenti bleikjan í niðurskurði í mörgum tilfellum,“ útskýrir Jón Kjartan.

Samherji selur bleikju víða um heim og með hverju árinu sem líður styrkir hún stöðu sína. „Okkar dýrmætustu sölumenn eru fólkið á bak við fiskborðið í verslununum og þjónarnir á veitingastöðunum sem benda fólki á þennan góða fisk. Okkar reynsla er sú að þegar fólk hefur keypt bleikju úti í búð einu sinni þá heldur það því áfram og kann neytandinn að meta milt og gott bragðið. Bleikjan er mýkri og sætari en laxinn, og hefur skemmtileg einkenni.“

Hollustuvitund neytenda hefur aldrei verið meiri

Flestir markaðsgreinendur spá því að neysla fiskafurða muni aukast jafnt og þétt og hafa margir leitt líkum að því að ef eitthvað er muni kórónuveirufaraldurinn auka áhuga almennings á hreinum og heilnæmum matvælum eins og fiski.

Fiskur úr eldiskerum á landi gæti verið í einstaklega góðri stöðu til að njóta góðs af þessari þróun enda vara sem fullnægir ströngustu kröfum neytenda: „Einn af okkar mikilvægustu viðskiptavinum er matvöruverslanakeðjan Whole Foods sem velur bleikjuna frá okkur m.a. vegna þess að við getum uppfyllt skilyrði um enga notkun lyfja og hormóna og almennt atlæti fisksins, sem fóðraður er með hágæðafóðri sem inniheldur einungis náttúrulegt litarefni. Þá er hægt að tryggja fullkominn rekjanleika í öllu framleiðsluferlinu,“ útskýrir Jón Kjartan og upplýsir að til að geta hafið viðskipti við jafn kröfuharðan kaupanda og Whole Foods þurfi að fylgja þykkum doðranti sem tiltekur ótal atriði sem verða að vera í lagi og eru vottuð af óháðum aðila árlega.

Matarboð hjá Ragnheiði Eyjólfsdóttur Matarboð hjá Ragnheiði Eyjólfsdóttur Upplifunin heillaði …
Matarboð hjá Ragnheiði Eyjólfsdóttur Matarboð hjá Ragnheiði Eyjólfsdóttur Upplifunin heillaði mig Bleikja með sítrónu og chilli mbl.is/Árni Sæberg

Margt styður við þá kenningu að hágæðafiskur úr landeldi muni njóta meiri vinsælda. Til dæmis koma við sögu sjónarmið um umhverfisáhrif sem hægt er að stýra vel á landi, og eins sú almenna þróun hjá neytendum að vilja hafa sem mesta vissu fyrir því að maturinn sem þeir bera á borð fyrir sig og sína sé heilnæmur.

Um leið má reikna með að aukið vægi netverslunar við sölu á sjávarfangi komi sér vel fyrir vörur í hæsta gæðaflokki: „Netverslun bæði auðveldar leit fólks að þeirri hágæðavöru sem það vill snæða en netið er líka öflugt verkfæri til að fræða neytandann og miðla til hans upplýsingum.“

Nýjasta tækni er notuð við slátrun og vinnslu eldisfisksins. Óþreytandi …
Nýjasta tækni er notuð við slátrun og vinnslu eldisfisksins. Óþreytandi róbóti að störfum við að stafla á bretti. Ljósmynd/Samherji

Flækjustig í flugi

Til skemmri tíma litið þrengir það að fiskeldi, jafnt í sjó sem á landi, að nær allir kostnaðarliðir hafa leitað upp á við, og glíma framleiðendur t.d. við hækkandi fóður- og flutningskostnað. Jón Kjartan bendir á að í tilviki fiskeldis Samherja sé fóðrið að stórum hluta framleitt innanlands og úr innlendu hráefni en verðið fylgi alþjóðlegri verðþróun hráefna, sem er á mikilli uppleið.

„En auk hráefnaverðs hefur verð á vöruflutningum bæði með skipum og flugvélum hækkað mikið og fyrir mörg okkar helstu markaðssvæði er í dag tvöfalt dýrara að fljúga með fisk til kaupenda en þegar best lét,“ segir hann.

Sá eldisfiskur sem Samherji selur ferskan til Bandaríkjanna er allur fluttur flugleiðis en fiskurinn til Evrópu fer að hluta sjó- og landleiðina á áfangastað. „Sú röskun sem varð á farþegaflugi hafði líka áhrif á vöruflutninga með flugi, s.s. með minnkandi tíðni flugtenginga til og frá Íslandi. Þetta hefur gert flutningskeðjuna flóknari, sem er verulegur ókostur fyrir viðkvæma ferskvöru.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »