Matsveinar matreiði ekki fyrir eftirlitsmenn

Ef fleiri en 25 eru um borð hvetur Verkvest til …
Ef fleiri en 25 eru um borð hvetur Verkvest til þess að matsveinar matreiði ekki fyrir þá sem ekki tilheyra áhöfn þar sem ákvæði kjarasamninga um álagsgreiðslur matsveina ná ekki til þessara aðila. Ljósmynd/Kristinn Benediktsson

Matsveinar eiga ekki að matreiða fyrir þá sem ekki tilheyra áhöfn séu fleiri en 25 manns um borð í fiskiskipi og fellur það í hlut útgerða að útvega þessum aðilum fæði.

Telur Verkalýðsfélag Vestfirðinga (Verkvest) þetta einu færu leiðina í kjölfar þess að Félagsdómur hafnaði kröfu um að útgerðum bæri að greiða kjarasamningsbundnar álagsgreiðslur til matsveina vegna stærð áhafnar ef verið er að matreiða fyrir einstaklinga sem ekki tilheyra áhöfn, að því er fram kemur í tilkynningu á vef verkalýðsfélagsins.

Málið má rekja aftur til 2017 þegar matsveinn á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 var tilkynnt með bréfi frá útgerðarstjóra Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og skipstjóra að fyrir mistök hefði veiðieftirlitsmaður Fiskistofu verið talinn með áhöfn skipsins.

Leitaði matsveinninn til Verkvest sem fyrir Félagsdómi lét reyna á ákvæði kjarasamninga um að matsveinn eigi rétt á háseta séu 25 í áhöfn eða færri, en séu 26 eða fleiri í áhöfn er gert ráð fyrir aðstoðarmanni matsveins. Heimilt er í kjarasamningi að ráða ekki aðstoðarmann en þá ber að greiða matsveini laun aðstoðarmanns ofan á þau laun sem hann þegar er að þiggja vegna aukins vinnuálags.

Kröfu verkalýðsfélagsins hafnað

Vildi Verkvest meina að með ákvæðinu væri átt við alla um borð í skipinu í ákvæðum kjarasamnings og vísuðu til þess að í gegnum tíðina hafi matsveinn eldað fyrir alla um borð óháð því hvort um væri að ræða eftirlitsmann Fiskistofu, viðgerðarmenn eða farþega. Var þess krafist að Félagsdómur myndi viðurkenna að með hugtakinu áhöfn í umræddu ákvæði kjarasamninga væri átt við fjölda einstaklinga um borð.

Fyrir félagsdómi báru Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, meðal annars fyrir sig að í kjarasamningum kæmi hugtakið áhöfn víða fyrir svo sem í sambandi við skiptakjör og önnur réttindi. „Ljóst sé af kjarasamningnum að hugtakið taki til þeirra skipverja sem ráðnir séu af útgerðarmanni til skipstarfa og starfi um borð í skipi á grundvelli kjarasamnings,“ segir í gögnum málsins sem birt eru á vef Félagsdóms.

Félagsdómur féllst á rök Samtaka atvinnulífsins og sagði að ekki verði séð hugtakið áhöfn „sé ætlað að ná til annarra einstaklinga sem eru um borð í skipi í einstök skipti, svo sem vegna starfa fyrir opinbera aðila.“ Jafnframt taldi Félagsdómur að ekki hefði myndast hefð fyrir því að telja alla um borð til áhafnar vegna umrædds ákvæðis þar sem „það hafi fyrst verið eftir breytingar á kjarasamningi aðila 18. febrúar 2017 sem gert var ráð fyrir því að matsveinn fengi laun aðstoðarmanns væru fleiri en 25 í áhöfn skips og aðstoðarmaður ekki ráðinn.“

Félagsdómur féllst á rök Samtaka atvinnulífsins.
Félagsdómur féllst á rök Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Hallur Már

Útgerðar að útvega mat

Í ljósi niðurstöðu Félagsdóms telur Verkvest ekki lengur skylt fyrir matsveina að matreiða fyrir þá sem ekki falla undir hugtakið áhöfn. „Samkvæmt meginreglu vinnuréttar ber að greiða fyrir vinnuframlag og felur niðurstaða Félagsdóms það í sér að vinna matsveins sem skapast við að matreiða fyrir aðra en áhafnarmeðlimi sé aukið vinnuframlag umfram það sem samið er um í kjarasamningi og fyrir það ber útgerð að greiða sérstaklega,“ segir í tilkynningu Verkvest.

„Vegna einmitt þessarar niðurstöðu Félagsdóms er ljóst að sjómannafélög verða að taka upp samningaviðræður við útgerðarmenn um sérstakar greiðslur vegna vinnu matsveins við að matreiða fyrir alla aðra aðila um borð en áhafnarmeðlimi. Sé ekki samið um slíkt áður en skip hefur sjóferð með fleiri en áhafnarmeðlimi um borð verður útgerð að útvega þessum aðilum fæði án aðkomu matsveins skipsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 485 kg
Þorskur 32 kg
Rauðmagi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 529 kg
26.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 2.813 kg
Þorskur 262 kg
Skarkoli 32 kg
Ýsa 10 kg
Þykkvalúra 5 kg
Rauðmagi 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.130 kg
26.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Þorskur 167 kg
Skarkoli 47 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 7 kg
Rauðmagi 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.109 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 485 kg
Þorskur 32 kg
Rauðmagi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 529 kg
26.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 2.813 kg
Þorskur 262 kg
Skarkoli 32 kg
Ýsa 10 kg
Þykkvalúra 5 kg
Rauðmagi 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.130 kg
26.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Þorskur 167 kg
Skarkoli 47 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 7 kg
Rauðmagi 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.109 kg

Skoða allar landanir »