Stór kolmunnaárgangur væntanlegur?

Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir fræðimenn velta fyrir …
Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir fræðimenn velta fyrir sér hvort óvæntur kolmunni sem fannst suður af landinu í uppsjávarleiðangri sé vísbending um að stór árgangur sé væntanlegur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í niðurstöðum uppsjávarleiðangurs Hafrannsóknastofnunar sem fram fór síðasta sumar kemur fram að ungur kolmunni, sem sagt yngri en eins árs, hafi veiðst í fimm yfirborðstogum og að slíkt sé óvenjulegt.

„Fullorðinn kolmunni er miðsjávarfiskur og heldur sig á tvö til þrjú hundruð metra dýpi, en ungur kolmunni sem er núll til eins árs er í yfirborðslögunum. Kolmunni hrygnir á landgrunnsbrúninni vestur af Írlandi og Skotlandi á vorin, mars og apríl. Venjulega rekur þennan fisk, sem var að klekjast út um vorið, inn á Noregshaf,“ svarar Anna Heiða Ólafsdóttir, doktor í fiskifræði hjá uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, spurð hvað sé óvenjulegt við að fá kolmunna í þessu togi.

„Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem við verðum vör við hann við Ísland í þessum leiðangri. Síðast gerðist það 2011. Íslensk landhelgi er á útjaðri dreifingar kolmunna. Við vorum að fá kolmunna við landgrunnsbrúnina eftir allri suðurströndinni og yfir Reykjaneshrygginn.

Við erum að velta fyrir okkur hvort þetta sé vegna þess að stór árgangur sé að koma eða hvort það hafi gerst eitthvað mikið í hrygningunni, annaðhvort að hrygnt hafi verið á öðrum stað eða hvort eitthvað hafi gerst í hafstraumunum og kolmunninn rekið á annan stað. Við ættum að vita meira um þetta strax í haust,“ segir hún.

Það er ekki amalegt ef búst megi við stórum árgangi …
Það er ekki amalegt ef búst megi við stórum árgangi af kolmunna sem jafnvel ratar í íslenska lögsögu. mbl.is/Börkur Kjartansson

Risaloðna

Það var ekki bara kolmunni sem kom á óvart í leiðangrinum heldur fékkst einnig stór loðna á þremur togstöðvum fyrir norðan land við línuna að Grænlandi. Vistkerfisbreytingar gætu skýrt báða hluti en afar ólíklegt er að þessir atburðir tengjast þar sem loðnan fékkst á allt öðru svæði en kolmunninn, að sögn Önnu Heiðu.

„Við höfum aldrei fengið svona stóra loðnu í þessum leiðangri síðan hann byrjaði sumarið 2009. Þetta var risastór loðna og sú stærsta mældist 19 sentimetrar. Loðnan, sem var í stærðarhópnum 13 til 19 sentimetrar, var með þroskaða kynkirtla. Þetta kom okkur mikið á óvart,“ segir hún. Það kemur síðan stór loðnuganga núna veturinn 2021-22, þannig að það eru miklar áhugaverðar breytingar að gerast í vistkerfinu fyrir norðan landið.

Anna Heiða segir ekki vitað af hverju stór loðna hafi fengist í júlí 2021 en ekki fyrri ár. „Leiðangurinn hefur rannsakað þetta svæði síðast áratug í júlí og aldrei fengið svona stóra loðnu og það alveg í yfirborðinu áður. Samhengi hlutanna er hins vegar enn tilgáta sem ekkert er hægt að fullyrða um og það er nú unnið að því að rannsaka meðal annars þessa þætti,“ segir Anna Heiða að lokum.

Kort/mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.22 354,70 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.22 435,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.22 400,21 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.22 383,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.22 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.22 221,57 kr/kg
Djúpkarfi 1.7.22 213,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.22 291,18 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.22 Inga SH-069 Grásleppunet
Grásleppa 1.251 kg
Samtals 1.251 kg
3.7.22 Denni SH-147 Grásleppunet
Grásleppa 2.273 kg
Samtals 2.273 kg
3.7.22 Garri BA-090 Handfæri
Þorskur 3.655 kg
Ufsi 590 kg
Samtals 4.245 kg
3.7.22 Austfirðingur SU-205 Handfæri
Þorskur 829 kg
Ufsi 287 kg
Ýsa 58 kg
Gullkarfi 10 kg
Keila 5 kg
Samtals 1.189 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.22 354,70 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.22 435,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.22 400,21 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.22 383,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.22 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.22 221,57 kr/kg
Djúpkarfi 1.7.22 213,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.22 291,18 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.7.22 Inga SH-069 Grásleppunet
Grásleppa 1.251 kg
Samtals 1.251 kg
3.7.22 Denni SH-147 Grásleppunet
Grásleppa 2.273 kg
Samtals 2.273 kg
3.7.22 Garri BA-090 Handfæri
Þorskur 3.655 kg
Ufsi 590 kg
Samtals 4.245 kg
3.7.22 Austfirðingur SU-205 Handfæri
Þorskur 829 kg
Ufsi 287 kg
Ýsa 58 kg
Gullkarfi 10 kg
Keila 5 kg
Samtals 1.189 kg

Skoða allar landanir »