Mesti hagnaður í 250 ára sögu Royal Greenland

Útgerðarfélag grænlenska ríkisins, Royal Greenland, skilaði methagnaði í fyrra.
Útgerðarfélag grænlenska ríkisins, Royal Greenland, skilaði methagnaði í fyrra. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Grænlenska ríkisútgerðin Royal Greenland skilaði á síðasta ári mesta hagnaði í 250 ára sögu félagsins og nam hagnaður af rekstri 326 milljónir danskra króna, jafnvirði 6,8 milljarða íslenskra króna. Árið 2020 skilaði samstæðan tapi sem nam 57 milljónum danskra króna.

Fram kemur í tilkynningu á vef fyrirtækisins að velta hafi aukist um 16% og nam hún 5,64 milljörðum danskra króna í fyrra, jafnvirði tæplega hundrað milljörðum íslenskra króna.

„Snemma árs 2020 tók Royal Greenland A/S mikilvæga ákvörðun um að halda áfram veiðum, löndun, framleiðslu og sölu í jafn miklu umfangi og upphaflega var áætlað, þrátt fyrir áskoranir heimsfaraldursins. Þessi ákvörðun tryggði að samstæðan fór inn í 2021 fullmönnuð bæði á landi og á landi, með núverandi birgðir og með áframhaldandi sterkum tengslum við birgja og viðskiptavini um allan heim,“ segir Mikael Thinghuus, forstjóri Royal Greenland, í tilkynningunni. Hann lætur af störfum í sumar.

Stofnað 1774

Um er að ræða gríðarlegan viðsnúning hjá fyrirtækinu sem fyrir 13 árum þurfti björgunarpakka upp á 500 milljónir danskra króna vegna veikrar fjárhagsstöðu.

Royal Greenland er arftaki dönsku einokunarverslunarinnar á Grænlandi og var henni stýrt í gegnum verslunarfélag konungs, Den Kongelige Grønlandske Handel, sem stofnað var 1774. Einokunarversluninni var aflétt 1950, en það var ekki fyrr en 1986 sem eignarhald félagsins var veitt gænlensku heimastjórninni. Árið 1990 var síðan sá hluti verslunarfélagsins sem snéri að sjávarútvegi færður undir merki Royal Greenland A/S.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »