Mikið starf óunnið á markaði

Sigurður Jökull Ólafsson
Sigurður Jökull Ólafsson Ljósmynd/Aðsend

Heilmikil tækifæri eru í sjóeldinu, ekki síst í markaðsstarfi þar sem mikið starf er óunnið, að mati Sigurðar Jökuls Ólafssonar viðskiptafræðings. Hann telur að fjárfesting í virðiskeðjunni með auknu markaðsstarfi geti aukið eftirspurn og verðmæti íslenska laxins. Nefnir hann að skoða mætti betur hvort hagkvæmt sé að skapa sameiginlegt vörumerki fyrir íslenskan lax, rétt eins og gert hefur verið í Færeyjum, Skotlandi og Noregi.

Lokaverkefni Sigurðar til MS-prófs í viðskiptafræði við Háskóla Íslands er um virðiskeðju íslensks eldislax með áherslu á tækifæri og áskoranir.

Keppa ekki í kostnaði

Sigurður telur komið að því að íslensku sjóeldisfyrirtækin þurfi að fara í stefnumótunarvinnu og rekur þær þrjár leiðir sem helst komi til greina. Í fyrsta lagi að leggja áherslu á lágan framleiðslukostnað með áframhaldandi framleiðslu inn í stærra virðisnet norska laxins en norskt sölufyrirtæki selur megnið af framleiðslu þeirra.

Telur Sigurður að það sé ekki vænlegt til árangurs vegna aðstæðna hér. Aldrei verði hægt að vera með lægri framleiðslukostnað hér en hjá keppinautum. Það hafi verið reynt í Síle með misjöfnum árangri.

Arnarlax er lengst komið af íslensku sjóeldisfyrirtækjunum að aðgreina vöru …
Arnarlax er lengst komið af íslensku sjóeldisfyrirtækjunum að aðgreina vöru sína á markaði. Ljósmynd/Arnarlax

Önnur leiðin sé að leggja áherslu á kostnað og aðgreiningu afurðanna frá öðrum með áherslu á að koma laxinum til viðskiptavina og í dreifikerfi þeirra. Arnarlax hefur reynt fyrir sér í þessari leið með því að reka söludeild og kynna vörumerki fyrir lax sem framleiddur er á sjálfbæran hátt.

Sigurður Jökull er spenntastur fyrir þriðju leiðinni en hún hefur verið farin í Noregi og Færeyjum, það er að fjárfesta í öflugu markaðsstarfi til að skapa eftirspurn eftir vörum frá þessum löndum. „Eftir því sem ég hef skoðað málið betur og rætt við fólk í sjávarútvegi tel ég að fyrirtækin ættu að staðsetja sig þar. Skapa eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum laxi. En þetta kallar á fjárfestingu og það er spurning hvað fyrirtækin vilja gera,“ segir Sigurður Jökull.

Færeyingar skapa sérstöðu

Hann telur erfitt að taka Noreg sem dæmi. Norðmenn séu með meira en helming heimsframleiðslu af atlantshafslaxi og leggi háar fjárhæðir í sölu- og markaðsstarf. Hann telur raunhæfara að líta til íslensks sjávarútvegs og eldisiðnaðarins í Færeyjum. Fyrir um tólf árum hófu færeysku fiskeldisfyrirtækin að vinna saman og bjuggu þá til vörumerkið „Lax frá Færeyjum“. Í kjölfar árangursríks samstarfs fóru fyrirtækin síðan að vinna með eigin vörumerki, innan þessa ramma. Það segir Sigurður að hafi gengið vel og Færeyingar séu með eftirsóttustu vöruna á markaðnum. Til að mynda hafi færeysk fyrirtæki fengið einni evru meira á kíló en aðrir framleiðendur á árinu 2020.

„Ég tel að stóru íslensku sjóeldisfyrirtækin, sem ef til vill verða þrjú í nánni framtíð, verði að koma sér upp samkeppnisstefnu sem sé verðmæt og einstök,“ segir Sigurður. Nefnir hann í þessu sambandi að færeyska fyrirtækið Hiddenfjord ákvað í lok árs 2020 að nota eingöngu sjóflutninga.

Flutningar á sjó séu ódýrari en í flugi og varan sé einstök vegna þess að ekkert annað fyrirtæki noti sjóflutninga einvörðungu. Bakkafrost er annað dæmi. Það er með lengstu virðiskeðju slíkra fyrirtækja. Það eigi útgerð sem veiði fiskinn í fóðrið og áframvinni síðan laxinn fyrir kaupendur. „Þetta eru einstakar og verðmætar stefnur sem grundvallast á aðstæðum í Færeyjum,“ segir hann.

Íslensku fyrirtækin ættu að hans mati að fara yfir möguleikana hér og meta hvað hægt er að leggja áherslu á til að skapa vörunni sérstöðu. „Ég vona að okkur beri gæfa til þess að fyrirtækin nái saman um sameiginlegt vörumerki fyrir íslenskan lax,“ segir Sigurður Jökull.

Aukin verðmæti með vinnslu

Varðandi tækifæri á báðum endum virðiskeðjunnar segir Sigurður að íslensku fyrirtækin séu að verða það stór að hægt væri að auka fóðurframleiðslu í landinu, með því að auka framleiðslugetuna sem fyrir er eða stofna nýjar fóðurverksmiðjur.

Þá séu mikil tækifæri á hinum enda virðiskeðjunnar, í markaðsstarfi, eins og þegar hefur verið farið yfir, og í áframvinnslu afurðanna til að auka verðmæti þeirra. Nefnir hann að Íslendingar séu í kjörstöðu til að þróa sig áfram í áframvinnslu í skjóli hátæknifyrirtækjanna sem hér starfa og hafa skilað íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum miklum ávinningi.

Laxeldi.
Laxeldi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fylgst með uppbyggingu

Sigurður Jökull Ólafsson hefur verið búsettur í Danmörku í hálfan annan áratug og starfað þar við ferðaþjónustu. Hann ákvað að nota biðtímann sem skapaðist í kórónuveirufaraldrinum til að gera lokaverkefni í meistaranámi sínu í viðskiptafræði.

Hann er sjálfur ekki beint tengdur fiskeldi eða fiskeldisbyggðum landsins. Hann segist þó hafa fylgst vel með uppbyggingunni, bæði í Færeyjum og á Íslandi, meðal annars í gegnum færeyska vini sína og frumherja í sjóeldi á Vestfjörðum. „Mig langaði að skoða virðiskeðju íslensks eldislax og í ljós kom að það hefur ekki verið mikið gert áður,“ segir Sigurður Jökull.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.6.22 414,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.6.22 477,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.6.22 380,07 kr/kg
Ýsa, slægð 30.6.22 434,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.6.22 215,79 kr/kg
Ufsi, slægður 30.6.22 236,72 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 30.6.22 222,23 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.6.22 Skotta SK-138 Handfæri
Þorskur 268 kg
Gullkarfi 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 273 kg
30.6.22 Ólafur Magnússon HU-054 Handfæri
Þorskur 13 kg
Samtals 13 kg
30.6.22 Húni SF-017 Handfæri
Þorskur 525 kg
Ufsi 441 kg
Samtals 966 kg
30.6.22 Sæberg NS-059 Handfæri
Þorskur 395 kg
Samtals 395 kg
30.6.22 Ólafur ST-052 Handfæri
Þorskur 594 kg
Samtals 594 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.6.22 414,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.6.22 477,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.6.22 380,07 kr/kg
Ýsa, slægð 30.6.22 434,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.6.22 215,79 kr/kg
Ufsi, slægður 30.6.22 236,72 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 30.6.22 222,23 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.6.22 Skotta SK-138 Handfæri
Þorskur 268 kg
Gullkarfi 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 273 kg
30.6.22 Ólafur Magnússon HU-054 Handfæri
Þorskur 13 kg
Samtals 13 kg
30.6.22 Húni SF-017 Handfæri
Þorskur 525 kg
Ufsi 441 kg
Samtals 966 kg
30.6.22 Sæberg NS-059 Handfæri
Þorskur 395 kg
Samtals 395 kg
30.6.22 Ólafur ST-052 Handfæri
Þorskur 594 kg
Samtals 594 kg

Skoða allar landanir »