Vonar að Síldarvinnslan sýni samfélagslega ábyrgð

Katrín hefur áhyggjur af byggðarlögunum.
Katrín hefur áhyggjur af byggðarlögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af kaupum Síldarvinnslunnar hf. á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi. Hún vonar að fyrirtækið sýni samfélagslega ábyrgð og tryggi byggðarfestu.

Þetta kom fram í máli Katrínar við blaðamann mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 

Greint var frá því á sunnudaginn að fyrirtækið hefði keypt allt hluta­fé Vísis. Í kjölfarið ruku hlutabréf Síldarvinnslunnar upp.

Er hætta á að kvótinn sé að safnast á hendur örfárra?

„Það er ástæða fyrir því að Samkeppniseftirlitið hefur tekið þetta til skoðunar, það er vegna þess að þetta þýðir auðvitað enn meiri samþjöppun í sjávarútvegi á Íslandi. Það eru tvær stofnanir sem eru með þetta til skoðunar, annars vegar Samkeppniseftirlitið og hins vegar Fiskistofa sem mun meta hvort þetta fari yfir kvótaþakið. 

„Ég er þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi hvernig það er skilgreint og einnig út frá raunverulega tengdum aðilum, en á undanförnum misserum hefur töluverð umræða einmitt verið hvernig við getum skýrt betur hver á kvótann í raun og veru og hvaða aðilar teljast til tengdra aðila. Þar er úrbóta þörf,“ segir Katrín og bætir við:

„Þannig að, já, það eru auðvitað áhyggjur af því að hér sé um mikla samþjöppun að ræða og enn fremur líka raunverulegar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á byggðarlögin. Auðvitað vonast maður til þess að þetta fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð og tryggi byggðarfestu en við erum auðvitað með sögu sem sýnir að það hefur ekki alltaf verið, heldur hafa einmitt hagræðingarsjónarmið ráðið för.“

Þurfi að skoða þessa miklu tilfærslu á auði

Spurð hvort að með þessum kaupum sé ekki enn erfiðara fyrir aðila að komast inn í geirann segir Katrín: 

„Jú, þetta er ástæðan fyrir þeirri miklu vinnu sem matvælaráðherra hefur sett af stað. Við endurskoðuðum auðvitað veiðigjöldin á síðasta kjörtímabili og þau hafa verið að skila meiri tekjum í ríkissjóð núna.

Á móti kemur að það þarf auðvitað að ræða það þegar um er að ræða þessa miklu tilfærslu á auði í tengslum við sjávarútvegskerfið. Þá þarf auðvitað að taka það til sérstakrar skoðunar og ég veit að það er til skoðunar í þeirri vinnu sem matvælaráðherra er að stjórna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,00 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,59 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,00 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,59 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »