„Nóg boðið af þessu djöfulsins virðingarleysi“

Vilhjálmur Ólafsson kveðst búinn að fá sig full saddann af …
Vilhjálmur Ólafsson kveðst búinn að fá sig full saddann af seinagangi með útgáfu reglugerðar um grásleppuveiðar ársins. Ljósmynd/Aðsend

Grásleppusjómenn eru sumir hverjir ekki par sáttir við að búa við þá óvissu að ekki hafi verið gefin út reglugerð um hvernig veiðum verður háttað og hve mikið má veiða. Stutt er til stefnu og kostnaðarsamt er að halda við búnaði og bíða átekta stjórnvalda.

„Ef það verður hefðbundin vertíð eru um fimmtán daga í að við megum hefja veiðar, en það bólar ekkert á neinni reglugerð eða hvernig þessum veiðum verður háttað. Það er fullkomin óvissa enn eitt árið,“ segir Vilhjálmur Ólafsson.

„Mér er nóg boðið af þessu djöfulsins virðingarleysi sem okkur er sýnt. Þetta eru menn sem eru að vinna langan og erfiðan vinnudag og eiga ekki skilið svona framkomu. Það er enginn starfsmaður á Íslandi sem þarf að búa við óvissu um það hvenær hann á að byrja að vinna – í vinnu sem er þó árviss. Við vitum ekki einu sinni hversu marga daga við megum vera að og vitum því ekki hvort þetta muni yfir höfuð borga sig, kannski eru þetta of fáir dagar sem um ræðir,“ segir hann.

Umgjörð veiðanna er ekki þekkt, en stutt er þar til …
Umgjörð veiðanna er ekki þekkt, en stutt er þar til þær eiga að hefjast. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undrar sig á forgangsröðuninni

Vilhjálmur segir löngu orðið tímabært að grásleppusjómenn fái tækifæri til að skipuleggja veiðar ársins og undrar sig á þeirri forgangsröðun að boða aukið eftirlit með veiðunum, án þess að grásleppusjómenn viti hvaða reglur munu gilda um veiðarnar.

„Það þarf tíma að skipuleggja sig, útbúa net og gera bátanna klára. Við vitum ekki einu sinni hvort við fáum að veiða. […] Það er búið að kosta okkur um milljón bara að viðhalda búnaðinum fyrir grásleppuveiðarnar,“ segir hann.

Kveðst Vilhjálmur ekki mótfallinn því að eftirlit sé haft með veiðunum og segir slíkt nauðsynlegt til að tryggja að hlutirnir eru eins og þeir eiga að vera, hins vegar sé mat á umfangi meðafla grásleppuveiðanna í formi fugla og sela stórlega ýkt.

Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna grásleppuveiða síðasta árs var kom fram upphafsráðgjöf vegna veiða þessa árs og nam hún 1.627 tonnum, en á síðasta ári var ráðlagður hámarksafli 6.972 tonn.

Endanleg ráðgjöf vegna veiða þessa árs verður gefin út á grundvelli stofnmælingu að vori, en haldi var í svokallað marsrall 27. febrúar síðastliðinn og eru enn nokkrar vikur þar til leiðangri lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »