„Maður er alla vega ekki í þessu fyrir peningana“

Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi Einarsson gera út hvor sína …
Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi Einarsson gera út hvor sína trilluna og stefna á strandveiðar í sumar. Þau gera út Skuld ÍS-21 og Lán HF-13 Ljósmynd/Aðsend

Strandveiðisjómenn eiga að fá rétt til að veiða í þá 48 daga á hverri vertíð sem lagt var upp með, að mati Rutar Sigurðardóttur, trillukonu sem rær frá Rifi á Snæfellsnesi. Hún kolféll fyrir strandveiðunum fyrir rúmum þremur árum og nú verður ekki aftur snúið. Hún segir í viðtali í blaði 200 mílna ljóst að trilluútgerð sé þrotlaus vinna en að stritið sé allt þess virði.

„Við viljum hafa rétt til að veiða fiskinn okkar og viljum að tryggðar séu nægar heimildir til þess. Við viljum þessa 48 daga sem ætlað var að strandveiðarnar fengju. Það var mjög fúlt í fyrra að það þurfti að hætta veiðum í júlí þegar þær eiga að standa fram í ágúst.“

Myndirðu iðka sjómennskuna meira ef veiðiheimildir fengjust í meira magni? „Algjörlega! Ég hef alveg heillast af þessu, það er eiginlega ekki annað hægt. Það heillast allir af þessu sem koma nálægt þessu. Það eru ekki bara gamlir skrítnir kallar í þessu, það er fullt af ungu fólki sem hefur áhuga á að stíga inn í þetta en það hefur verið mjög erfitt.“

Lán HF (áður Vonin) var keypt á síðasta ári eftir …
Lán HF (áður Vonin) var keypt á síðasta ári eftir að Rut hafði öðlast skipstjórnarréttindi. Ljósmynd/Aðsend

Ævintýraþrá og rómantík

Rut er skipstjóri á Láni HF-13, áður þekkt sem Vonin. Hún kveðst ekki hafa ýkja mikinn sjómennskuferil að baki en hana hafi oft langað á sjó. 

Sjómennskuferillinn hófst á að að Rut fannst eitthvað heillandi við að vera á sjó og lagði til við eiginmanninn, Kristján Torfa Einarsson, að þau hjón myndu hefja trilluútgerð. „Ég hafði aldrei verið á sjó sjálf, vissi ekki einu sinni hvort ég myndi geta það eða hvort ég yrði sjóveik þegar við vorum búin að kaupa bátinn. Þetta var einhver ævintýraþrá eða rómantík sem gerði það að verkum að ég ýtti á þetta.“

Spurð hvort strandveiðarnar hafi verið jafn rómantískar og hún hélt í fyrstu svarar hún því játandi. „Það er mjög rómantískt að vera einn eða tvö úti á sjó, en það fylgja þessu líka hæðir og lægðir. [...] Maður er alla vega ekki í þessu fyrir peningana, maður verður ekki ríkur af því að vera trillukarl. En það er eitthvað við það að vera á litlum bát úti á sjó að draga fisk með höndunum upp úr Atlantshafinu.“

Lesa má viðtalið við Rut Sigurðardóttur í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.9.23 580,16 kr/kg
Þorskur, slægður 25.9.23 309,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.9.23 317,44 kr/kg
Ýsa, slægð 25.9.23 268,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.9.23 240,71 kr/kg
Ufsi, slægður 25.9.23 276,85 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 25.9.23 274,24 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.9.23 Silver Breeze (LAHP6) NO 999 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 305.664 kg
Samtals 305.664 kg
25.9.23 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.941 kg
Ýsa 510 kg
Samtals 2.451 kg
25.9.23 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 11.519 kg
Þorskur 9.107 kg
Samtals 20.626 kg
25.9.23 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 2.804 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 2.817 kg
25.9.23 Þórunn Sveinsdóttir VE 401 Botnvarpa
Þorskur 8.685 kg
Steinbítur 1.262 kg
Langa 1.015 kg
Hlýri 403 kg
Þykkvalúra 363 kg
Skarkoli 302 kg
Blálanga 20 kg
Samtals 12.050 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.9.23 580,16 kr/kg
Þorskur, slægður 25.9.23 309,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.9.23 317,44 kr/kg
Ýsa, slægð 25.9.23 268,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.9.23 240,71 kr/kg
Ufsi, slægður 25.9.23 276,85 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 25.9.23 274,24 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.9.23 Silver Breeze (LAHP6) NO 999 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 305.664 kg
Samtals 305.664 kg
25.9.23 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.941 kg
Ýsa 510 kg
Samtals 2.451 kg
25.9.23 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 11.519 kg
Þorskur 9.107 kg
Samtals 20.626 kg
25.9.23 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 2.804 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 2.817 kg
25.9.23 Þórunn Sveinsdóttir VE 401 Botnvarpa
Þorskur 8.685 kg
Steinbítur 1.262 kg
Langa 1.015 kg
Hlýri 403 kg
Þykkvalúra 363 kg
Skarkoli 302 kg
Blálanga 20 kg
Samtals 12.050 kg

Skoða allar landanir »