„Næsti vetur tileinkaður nýjum frumvörpum“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég stefni að því núna í byrjun júní að endanlegar tillögur líti dagsins ljós og byggi meðal annars á þessari könnun og öðrum þeim gögnum sem við höfum verið að afla. Þær tillögur munu síðan rata í samráð og væntanlega verður næsti vetur tileinkaður nýjum frumvörpum til heildarlaga,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við mbl.is um niðurstöður könn­un­ar Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands fyr­ir mat­vælaráðuneytið um viðhorf Íslend­inga til sjáv­ar­út­vegs­mála.

Hún segir að könnunin sé góður stuðningur við þá vinnu sem að ráðuneytið hefur verið að sinna á undanförnum misserum, en í fyrra hrinti ráðherra af stað víðtæku stefnumótunarferli undir merkjum Auðlindarinnar okkar. 

„Þetta er mjög ítarleg könnun og hefur ekki verið gerð áður af þessari stærðargráðu. Þarna komu fram ákveðnar vísbendingar um afstöðu og skoðun Íslendinga hvað varðar sjávarútvegsmál,“ 

Í niðurstöðunum kemur fram að aðeins 22,4% þjóðar­inn­ar kveðst mjög- eða frek­ar sátt með fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið hér á landi en 56,6% henn­ar er mjög- eða frek­ar ósátt með kerfið. 

„Það eru ákveðnar vísbendingar þarna að það séu tilteknar athugasemdir sem fólk er að gera, og þá fyrst og fremst varðandi gjaldtökuna. Mér finnst það vera mjög eftirtektavert og það er áhersla á það að við höldum áfram að styðja við ákveðnar byggðaaðgerðir eins og til að mynda strandveiðar,“ segir Svandís. 

Lykilatvinnugrein

Hún bendir á margir líti svo á að um lykilatvinnugrein sé að ræða sem skipti mjög miklu máli fyrir sjálfsmynd og orðspor þjóðarinnar.  

58,3% sögðust vera sam­mála eða mjög sam­mála því að fisk­veiðar séu jafn mik­il­væg­ar fyr­ir efna­hag Íslands og áður fyrr. Meiri­hluti íbúa allra lands­hluta og ald­urs­hópa eru sam­mála um mik­il­vægi fisk­veiða, en í Reykja­vík sögðust 32,4% vera þessu ósam­mála og er það hæsta hlut­fall íbúa all­ara lands­hluta.

Svandís bendir á að það séu fleiri en færri sem telja að það eigi að renna auknir fjármunir til almennings fyrir afnot af auðlindinni. Þá séu fleiri en færri sem leggja áherslu á aukið gagnsæi við rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.

„Þetta eru gríðarlega mikil gögn og mikið af upplýsingum sem liggja þarna. Spennandi að bera þetta saman við alls konar bakgrunnsbreytur eins og aldur, menntun og stjórnmálaskoðanir og fleira.“

Svandís segir mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar fái ráðrúm til að skoða gögnin og draga út úr þeim það sem markverðast þykir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 604,89 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,74 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 257,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,89 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 6.437 kg
Skarkoli 67 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 6.517 kg
19.9.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Skarkoli 4.384 kg
Sandkoli 501 kg
Ýsa 484 kg
Þorskur 479 kg
Steinbítur 56 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 5.913 kg
19.9.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 2.267 kg
Þorskur 1.847 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 4.178 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 604,89 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,74 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 257,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,89 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 6.437 kg
Skarkoli 67 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 6.517 kg
19.9.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Skarkoli 4.384 kg
Sandkoli 501 kg
Ýsa 484 kg
Þorskur 479 kg
Steinbítur 56 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 5.913 kg
19.9.24 Sólrún EA 151 Lína
Ýsa 2.267 kg
Þorskur 1.847 kg
Hlýri 57 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 4.178 kg

Skoða allar landanir »