Laxinn vex 19% hraðar við rétt skilyrði

„Með hárréttu súrefnishlutfalli og réttum straumhraða má bæði minnka fóðurnotkun …
„Með hárréttu súrefnishlutfalli og réttum straumhraða má bæði minnka fóðurnotkun og hámarka vöxtinn á fiskinum,“ segir Alda. Búnaður Linde tekur inn súrefni af sama hreinleika og sjúkrahús nota. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að tryggja súrefnisgæði í fiskeldi á landi getur verið flókin áskorun, og ef súrefnisgjöfin er ekki nógu góð má reikna með að fiskurinn vaxi hægar og ýmsir kvillar komi upp.

Alda Hlín Karlsdóttir er sölustjóri á fiskeldissviði Linde en félagið er umsvifamikið í þróun súrefnislausna fyrir fiskeldi. Linde er alþjóðlegt stórfyrirtæki á gasmarkaði, með um 70.000 starfsmenn á heimsvísu, en árið 1993 hóf félagið að þróa búnað til að koma súrefni á sem skilvirkastan hátt inn í fiskeldisker og smíðar í dag búnaðinn SOLVOX sem býður upp á alhliða lausn til að leysa upp súrefni í vatni og skapa þann vatnsstraum og hringrás sem fiskurinn þarf til að vaxa og dafna.

Fullkomin landeldisstöð Blue Salmon AS í Noregi þar sem notast …
Fullkomin landeldisstöð Blue Salmon AS í Noregi þar sem notast er við tækni frá Linde. Ljósmynd/Linde

Straumflæði í kerjum leikur mikilvægt hlutverk í að skapa sem náttúrulegastar aðstæður fyrir laxinn. SOLVOX-einingarnar eru hannaðar til að tryggja þessar aðstæður með vökvastýringu og besta mögulega straumhraða. „Með hárréttu súrefnishlutfalli og réttum straumhraða má bæði minnka fóðurnotkun og hámarka vöxtinn á fiskinum, auk þess að fiskurinn verður heilbrigðari, með öflugra ónæmiskerfi, og betur í stakk búinn til að ráða við að vera t.d. fluttur úr ferskvatnskerjum út í sjókvíar til áframeldis,“ segir Alda.

Hafa rannsóknir Linde sýnt að með réttum búnaði og stillingum getur eldislax vaxið 19% hraðar og nýting á fóðri batnað um allt að 21% á sama tíma. Gefur augaleið að fiskeldisstöðvar geta þannig stóraukið skilvirkni og skapað meiri verðmæti með minni tilkostnaði.

Viðtalið við Öldu Hlín má lesa í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 294 kg
Grásleppa 197 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 501 kg
20.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 1.253 kg
Þorskur 158 kg
Samtals 1.411 kg
20.5.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 948 kg
Samtals 948 kg
20.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 2.136 kg
Samtals 2.136 kg
20.5.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 112 kg
Þorskur 75 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 210 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 294 kg
Grásleppa 197 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 501 kg
20.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 1.253 kg
Þorskur 158 kg
Samtals 1.411 kg
20.5.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 948 kg
Samtals 948 kg
20.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 2.136 kg
Samtals 2.136 kg
20.5.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 112 kg
Þorskur 75 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 210 kg

Skoða allar landanir »