Íslenskur dansari í Juilliard-skólann

Lilja Rúriksdóttir.
Lilja Rúriksdóttir.

Lilja Rúriksdóttir, 17 ára, hefur fengið inngöngu í danslistardeild Juilliard listaháskólann í New York. Mun Lilja vera fyrsti íslenski dansarinn sem fær inngöngu í þennan skóla, sem er einn virtasti listaháskóli heims.

Lilja var ein af 12 stúlkum sem fengu inngöngu í listdansdeildina næsta skólaár. Námið tekur 4 ár og lýkur með BA gráðu. Lilja byrjaði 3 ára gömul í Ballettskóla Eddu Scheving og fór svo í Listdansskóla Íslands þegar hún var 9 ára gömul. Í apríl 2008 keppti hún ásamt þremur öðrum íslenskum dönsurum í alþjóðlegri ballettkeppni í Mora í Svíþjóð.  

Vorið 2008 fékk hún inngöngu við Joffrey ballettskólann í New York og hefur verið þar í fullu námi síðan, auk þess sem hún hefur tekið þátt í sýningum við Brooklyn Repertory Opera.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir