Fiskurinn 19. febrúar - 20. mars

Fiskurinn 19. febrúar - 20. mars Fiskurinn 19. febrúar - 20. mars

Það er gott og mikið uppgjör í spilunum

Elsku fiskurinn minn, ég hitti nokkrar konur um daginn og þær sögðu við mig það skini út úr fiskaspánni að ég hlyti að elska ótrúlega marga sem hefðu fæðst á þessum tíma. Ég fór aðeins að spekúlera í þessu að ég get sagt með sanni að ég hef aldrei hitt leiðinlegan fisk!

Þú þarft að gera þér grein fyrir því að þótt þú sért flögrandi týpa ertu gerður úr stáli og sterkari en allt, þú ert að koma inn á það tímabil þar sem þú munt sýna þinn innri mann og sanna fyrir öðrum að þú ert kletturinn.

Þú ert líka að leyfa þér að tengjast sterkari tilfinningaböndum og opna þig og það er með ólíkindum hversu margir geta verið undir væng þínum. Þú átt eftir að vera í essinu þínu þegar líður á veturinn og straumar þínir og kraftar munu margfaldast og bjarga þér úr þessari þreytu sem hefur verið að naga þig undanfarið.

Þú elskar fólk og að fá að vera í friði, þegar þú nærð réttri blöndu í þessum tilfinningum eflist orka þín. Það er einhver efi að berja þig í ástinni eða í tengslum við þá sem standa hjarta þínu næst, ekki næra efann og ekki hugsa of mikið í þá áttina, því allt fer vel. 

Það eru ótrúlegustu hlutir að koma upp á yfirborðið og sannleikurinn er þar sterkastur, í þeim tengslum þarftu að setja þig í spor annarra og hugsa út frá því og þótt einhver setji út á þig og hristi líf þitt skaltu hafa þann kraft hjá þér að kalla alls ekki yfir þig vonleysi, skalt bara í spýta í lófana, þá gefur lífið þér kraftaverk.

Það er gott og mikið uppgjör í spilunum og heppnin mun elta þig, ekki vera óþolinmóður, þá minnkarðu fókusinn á aðalatriðin, því þar sem fókusinn er, þar er lífið.

Knús og kossar, Kling

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Baltasar Kormákur leikstjóri, 27. febrúar

Elín Metta Jensen fótboltakona, 1. mars

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, 19. mars

Páll Óskar poppstjarna 16. mars

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu