Vogin 23. september - 22. október

Vogin 23. september - 22. október Vogin 23. september - 22. október

Öryggi og friður fær þig til að vaxa

Elsku vogin mín, þú hefur þann töframátt að fólk hlustar á það sem þú segir vegna þess hversu vel þú berð þig, en það gerir sér enginn grein fyrir því hversu mikill tilfinningaregnbogi þú ert, svo stattu áfram bein í baki og horfðu fram á veginn því það eru miklu færri hindranir að mæta þér en þú heldur. Þetta er kraftmesti tími ársins, sérstaklega næstu 90-100 dagar, og þú átt svo sannarlega eftir að njóta lífsins þegar þú sérð að þú varst búin að ímynda þér miklu meiri erfiðleika en eru í raun í kringum þig. Þú ert sannur spretthlaupari svo kraftur þinn kemur ef þú hugsar ekki of langt fram í tímann og þú ert að fá einhverja vinninga eða verðlaun, svo segðu bara takk og leyfðu þér að njóta.

Í öllu þessu er svo mikilvægt að fyrirgefa óvinum sínum því þeim gremst ekkert eins mikið og það, en í þér býr mikil stjórnsemi og það er fallegt orð, því einhver verður að stjórna, en þú þolir ekki þegar hlutirnir ganga ekki eins hratt og þú vilt eða fólk vinnur ekki eins hratt og þú. Það eru svo dásamlega margir sem vilja aðstoða þig en þú þarft að vita og láta aðra vita hvaða aðstoð þig vantar. 

Þú þrífst á því að hafa tónlist í kringum þig og allt í röð og reglu, þegar allt er á rúi og stúi missirðu andann og orkuna. Þú átt eftir að setja allt í botn núna, laga, redda og bjarga þér og öðrum, í því felst mátturinn og þú ert að fara inn í velferð í sambandi við peninga. En það er mjög mikilvægt fyrir þig að setja eitthvað í sjóð sem þú snertir ekki, því þá hættirðu að óttast að allt muni hrynja í þeim málum.

Þó að þú elskir spennu í ástarmálunum er það samt öryggi og friður sem fær þig til að vaxa og blómstra og ef þér finnst allt svo ömurlega stressað í þeirri deildinni hefurðu villst af leiðinni og þarft að skoða betur hvert þú vilt fara í því. Þú dafnar best undir áskorunum, svo settu þér sjálf áskoranir. Þú ert undirstaða og yfirbygging alls, trúðu og treystu á þig, þá er sigurinn vís.

Knús og kossar, Kling

Vog 23. september - 22. október

Friðrik Dór tónlistarmaður, 7. október

JóiPé tónlistarmaður, 2. október

Kári Árnason knattspyrnumaður, 13. október

Ragga Gísla tónlistarkona. 7. október

Kim Kardashian raunveruleikastjarna, 21. október

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu