Þriggja ára dómur fyrir nauðgun

Kynferðisbrot | 20. september 2019

Þriggja ára dómur fyrir nauðgun

Landsréttur hefur dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum. Maðurinn hefur auk þess marg oft gerst sekur um brot gegn nálgunarbanni. Maðurinn var ennfremur sakfeldur fyrir að hafa komið eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki í bifreið konunnar.

Þriggja ára dómur fyrir nauðgun

Kynferðisbrot | 20. september 2019

Landsréttur mildaði dóminn úr fjórum árum í þrjú en hækkaði …
Landsréttur mildaði dóminn úr fjórum árum í þrjú en hækkaði miskabæturnar sem maðurinn þarf að greiða konunni. Dómurinn tekur fram að meðferð málsins hafi dregist úr hófi. AFP

Landsréttur hefur dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum. Maðurinn hefur auk þess marg oft gerst sekur um brot gegn nálgunarbanni. Maðurinn var ennfremur sakfeldur fyrir að hafa komið eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki í bifreið konunnar.

Landsréttur hefur dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum. Maðurinn hefur auk þess marg oft gerst sekur um brot gegn nálgunarbanni. Maðurinn var ennfremur sakfeldur fyrir að hafa komið eftirfararbúnaði og GPS-staðsetningartæki í bifreið konunnar.

Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjaness í apríl í fyrra dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Landsréttur hefur því mildað dóminn um eitt ár, en tekið er fram að horft hafi verið til þess að meðferð málsins hafi dregist úr hófi. Ákæruvaldið hafði krafist þess fyrir Landsrétti að refsingin yrði þyngd.

Greiðir tvær milljónir í bætur

Maðurinn var ennfremur dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í bætur og 1,5 milljónir í áfrýjunarkostnað. Hann hafði verið í héraði dæmdur til að greiða konunni 1,6 milljónir í miskabætur. 

Ákæra héraðssaksóknara gegn manninum var í 11 liðum en ákæruvaldið undi niðurstöðu héraðsdóms um sýknu mannsins í þremur liðum og þá játaði maðurinn sök í fimm. Þrír ákæruliðir voru því til endurskoðunar fyrir Landsrétti, m.a. ákæra fyrir nauðgun með því að hafa í febrúar 2016 haft samræði við þáverandi eiginkonu sína gegn hennar vilja.

Fram kemur í dómi Landsréttar að með trúverðugum framburði konunnar, sem fær stuðning í skýrslu læknis sem skoðaði hana eftir komu á neyðarmóttöku og með framburði kunningjakonu, þá þyki hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi neytt konuna til samfara með ólögmætri nauðung umrætt sinn.

Þá segir Landsréttur að maðurinn hafi einnig gerst sekur um að þvinga konuna til munnmaka. 

Fróaði sér í viðurvist sonar síns

Loks var manninum gefið að sök að hafa ítrekað á mánaðartímabili frá því í desember 2015 til janúar 2016 horft á klámmyndir og fróað sér í viðurvist sonar síns. Landsréttur segir að samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu að það sé talið hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þessa háttsemi og þar með hafi hann sært blygðunarsemi drengsins og sýnt af sér ruddalegt ósiðlegt athæfi.

Maðurinn var því fundinn sekur um nauðgun og blygðunarsemisbrot. Dómnum þykir því refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár, en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem maðurinn sætti í rúma viku.   

mbl.is