Kynlíf eða nauðgun?

Kynferðisbrot | 15. desember 2023

Kynlíf eða nauðgun?

Nýlega gengu tveir dómar þar sem fullorðnir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun, samkvæmt 194. gr. hegningarlaga, en sakfelldir fyrir að hafa haft samræði við barn yngra en 15 ára, samkvæmt 202. gr. sömu laga.

Kynlíf eða nauðgun?

Kynferðisbrot | 15. desember 2023

Dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra hefur verið áfrýjað.
Dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra hefur verið áfrýjað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýlega gengu tveir dómar þar sem fullorðnir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun, samkvæmt 194. gr. hegningarlaga, en sakfelldir fyrir að hafa haft samræði við barn yngra en 15 ára, samkvæmt 202. gr. sömu laga.

Nýlega gengu tveir dómar þar sem fullorðnir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun, samkvæmt 194. gr. hegningarlaga, en sakfelldir fyrir að hafa haft samræði við barn yngra en 15 ára, samkvæmt 202. gr. sömu laga.

Mennirnir tveir höfðu samræði við 13 og 14 ára stúlkur. Ákvæði 202. gr. leggur algjört bann við samræði við barn undir 15 ára aldri og hefur í dómaframkvæmd verið beitt með 194. gr., þar sem gengið hefur verið út frá því að barn undir 15 ára aldri geti ekki veitt samþykki til samræðis.

Furðar sig á dómunum

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari furðar sig á dómunum og minnist þess ekki að sýknað hafi verið af ákæru um nauðgun í sambærilegum málum á síðustu árum þar sem eins mikill þroska- og aldursmunur hafi verið fyrir hendi.

Dómarnir féllu í Héraðsdómi Reykjaness og Héraðsdómi Norðurlands vestra. Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Reykjanessdómnum verði áfrýjað. Hins vegar hafi ákærði áfrýjað dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra.

Ekki nauðung

Í dómnum sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjaness braut 23 ára gamall karlmaður gegn 13 ára stúlku með því að hafa samræði við hana. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni gagnvart annarri stúlku sem er með væga þroskahömlun. Var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brotin tvö. Einnig var honum gert að greiða stúlkunum miskabætur.

Í dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra braut þrítugur karlmaður sem starfaði í grunnskóla gegn 14 ára stúlku. Hann hafði ítrekað samræði við hana. Maðurinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dómurinn hefur ekki verið birtur á heimasíðu héraðsdómstóla, en Vísir hefur greint frá innihaldi dómsins. Varahéraðssaksóknari staðfestir megindrætti dómsins við Morgunblaðið.

Barnið geti í raun ekki gefið samþykki

Í báðum dómum var ekki fallist á að um nauðgun hefði verið að ræða þar sem ekki var talið að nauðung hefði verið beitt. Í 194. gr. hegningarlaga er samþykki fyrir samræði áskilið. Það verður að hafa verið tjáð af frjálsum vilja. Telst það því ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung.

„Í báðum tilvikum er byggt á því að þessi mikli þroska- og aldursmunur, sem er á milli, geri það að verkum að þarna sé um að ræða ólögmæta nauðung og þar af leiðandi sé ekki samþykki. Í þessari stöðu geti barnið í raun ekki gefið samþykki,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við Morgunblaðið.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is