Dæmdur fyrir brot gegn tveimur stúlkum

Kynferðisbrot | 7. desember 2023

Dæmdur fyrir brot gegn tveimur stúlkum

Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt mann fyrir samræði við 13 ára stúlku, en maðurinn var aftur á móti sýknaður af nauðgun gegn sömu stúlku. Þá var hann sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni gegn annarri stúlku á táningsaldri. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi. 

Dæmdur fyrir brot gegn tveimur stúlkum

Kynferðisbrot | 7. desember 2023

mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt mann fyrir samræði við 13 ára stúlku, en maðurinn var aftur á móti sýknaður af nauðgun gegn sömu stúlku. Þá var hann sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni gegn annarri stúlku á táningsaldri. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi. 

Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt mann fyrir samræði við 13 ára stúlku, en maðurinn var aftur á móti sýknaður af nauðgun gegn sömu stúlku. Þá var hann sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni gegn annarri stúlku á táningsaldri. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi. 

Maðurinn var enn fremur dæmdur til að greiða stúlkunum samtals 2,5 milljónir í miskabætur. 

Héraðssaksóknari höfðaði mál á hendur manninum í ágúst. Í fyrsta lagi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa 1. febrúar 2022, á þáverandi heimili sínu í Reykjavík, án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft samræði og önnur kynferðismök við 13 ára stúlku. Hann var þá 21 árs gamall.

Í öðru lagi fyrir fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa í nokkur skipti á tímabilinu frá janúar til júní 2022 áreitt aðra táningsstúlku kynferðislega. 

Maðurinn neitaði sök. 

Kynntist stúlkunni í gegnum Snapchat

Fra kemur í dómi héraðsdóms, sem féll í gær, að maðurinn sé 23 ára gamall hælisleitandi sem hafi búið hér á landi undanfarin þrjú ár. Þegar málið kom upp bjó hann einn í innréttuðum bílskúr í Reykjavík og hafði skömmu áður kynnst fyrrgreindri stúlku í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat. Á sama tíma hann átti hann kærstu sem bjó annars staðar ásamt syni sínum og dóttur sinni, sem er einnig brotaþoli í málinu. Maðurinn og konan eignuðust barn 2022 og hafa haldið parasambandi, eins og segir í dómi héraðsdóms. Sumarið 2022 fóru þau í frí til Spánar með börnum konunnar. Strax í kjölfarið reis grunur um að maðurinn hefði brotið kynferðislega gegn dóttur konunnar. 

Varðandi annan kafla ákærunnar, þar sem manninum var gefið að sök að hafa áreitt dóttur kærustu sinnar kynferðislega, þá neitaði maðurinn sök. Hann hélt því fram að stúlkan bæri á hann rangar sakir. Í dómi héraðsdóms segir að konan og dóttir hennar séu með væga þroskahömlun og taldi dómurinn að virða mætti frásögn og afstöðu móðurinnar til málsins í því ljósi. 

„Það er álit dómsins að framburður brotaþola sé stöðugur og trúverðugur um sakarefni máls og að hún hafi fyrir dómi greint á einlægan og hófstilltan hátt frá því sem hún varð fyrir í samskiptum við ákærða,“ segir í niðurstöðu dómsins og er vísað til endursagnar annarra einstaklinga. 

Varðandi fyrri kafla ákærunnar, þar sem maðurinn er sakaður um nauðgun, þá segir héraðsdómur að kenning ákæruvaldsins um ólögmæta nauðung standist ekki. Ekki sé lýst í ákæru í hverju önnur meint nauðung hafi falist og beri ákæruvaldið hallann af því. Tekið er fram að stúlkan hafi ekki aðeins samþykkt meintar samfarir við manninn af fúsum og frjálsum vilja, heldur skorti og ásetning til nauðgunar í skilningi 1. mgr. 194. gr., sbr. 18. gr. hegningarlaga. Dómstóllinn segir að ekkert hafi komið fram í málinu, svo haldbært sé, að maðurinn hafi notfært sér yfirburðaaðstöðu gagnvart stúlkunni til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að stúlkan hafi verið varnarlaus gagnvart þeim vilja. 

Á sér engar málsbætur

Héraðsdómur segir að brot mannsins séu alvarleg. 

„Ákærði fór yfir öll velsæmismörk þegar hann falaðist eftir kynferðislegu samneyti við A, vitandi að hún væri aðeins 13 ára gömul. Þá voru brot hans gegn B framin á stöðum þar sem hún átti að njóta friðhelgi og öryggis í samskiptum við ákærða, ekki síst vegna þroskahömlunar og var brotaþoli af þeim sökum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Þetta mátti ákærða vera ljóst þegar hann braut gegn henni. Á hann sér engar málsbætur.“

mbl.is