Braut gegn manni á hótelherbergi

Kynferðisbrot | 21. nóvember 2023

Braut gegn manni á hótelherbergi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega fertugan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Þá var hann dæmdur til að greiða 1,8 milljónir kr. í miskabætur. 

Braut gegn manni á hótelherbergi

Kynferðisbrot | 21. nóvember 2023

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorsteinn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega fertugan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Þá var hann dæmdur til að greiða 1,8 milljónir kr. í miskabætur. 

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega fertugan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Þá var hann dæmdur til að greiða 1,8 milljónir kr. í miskabætur. 

Í apríl ákærði héraðssaksóknari manninn, Philip Dugay Acob, fyrir nauðgun aðfaranótt föstudagsins 8. október 2021. Málið var síðan dómtekið í október.

Í ákærunni segir að Philip hafi með ólögmætri nauðung og án samþykkis haft önnur kynferðismök við mann inni á hótelherbergi með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manninum sem er með þroskahömlun og gat ekki skilið þýðingu verknaðarins. Þá var brotaþoli undir undir áhrifum lyfja og fíkniefna. Í ákærunni segir að Philip, sem var starfsmaður hótelsins, hafi farið í heimildarleysi inn í herbergi þar sem maðurinn hafði lagst í til svefns og brotið gegn honum. 

Trúverðugur og skýr framburður

Fram kemur í dómi héraðsdóms, sem féll 8. nóvember en var birtur í gær, að Philip hafi neitað sök. 

„Hann hefur gengist við þeirri háttsemi sem lýst er í ákæru en kveður brotaþola ekki hafa verið mótfallinn henni og hann hefði hætt um leið og hann hefði orðið þess var að brotaþoli vildi ekki halda áfram. Brotaþoli lýsir því hins vegar að hann hefði ekki viljað atlot ákærða. Hann hefði verið sofandi undir áhrifum lyfja og rankað við sér þar sem ákærði hefði verið að veita honum munnmök. Hann hefði þá ýtt ákærða af sér,“ segir í dómnum. 

Í dómnum segir að mennirnir tveir séu einir til frásagnar um það sem gerðist í herberginu. Tekið er fram að framburður brotaþola hafi allan tímann verið skýr um að Philip hefði veitt honum munnmök gegn hans vilja. Framburður hans sé einnig í samræmi við framburð vitna og gögn í málinu og sé trúverðugur. 

Braut gróflega gegn kynfrelsi mannsins

Héraðsdómur segir að Philip hafi brotið gróflega gegn kynfrelsi mannsins og nýtt sér veikleika hans. 

Í málinu var enn fremur krafist það Philip myndi greiða manninum þrjá milljónir kr. í miskabætur. Héraðsdómur segir að fyrir liggi vottorð sálfræðings sem greinir að brotaþoli hafi ekki greint frá áfallastreitueinkennum en hann hafi þó greint frá vanlíðan á meðan á atvikinu stóð.

„Brotaþoli greindi frá því fyrir dóminum að hann reyndi að hugsa ekki um þetta en þetta truflaði hann engu að síður stundum. Vegna fötlunar sinnar getur brotaþoli átt sérstaklega erfitt með að komast yfir afleiðingar brotanna og vinna úr áfallinu. Þykir því rétt að honum verði dæmdar miskabætur og eru þær hæfilega ákveðnar 1.800.000 krónur,“ segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. 

mbl.is