Ítali grunaður um sæmdarkúgun handtekinn á Íslandi

Kynferðisbrot | 7. febrúar 2024

Ítali grunaður um sæmdarkúgun handtekinn á Íslandi

Ítalska lögreglan greindi frá því að ítalskur ríkisborgari hefði verið handtekinn á Íslandi, en maðurinn er grunaður um að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni af stúlkum undir lögaldri. 

Ítali grunaður um sæmdarkúgun handtekinn á Íslandi

Kynferðisbrot | 7. febrúar 2024

Ítalinn er sagður hafa sett sig í samband við stúlkur …
Ítalinn er sagður hafa sett sig í samband við stúlkur á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að komast yfir kynferðislegt myndefni af þeim. Ljósmynd/Colourbox

Ítalska lögreglan greindi frá því að ítalskur ríkisborgari hefði verið handtekinn á Íslandi, en maðurinn er grunaður um að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni af stúlkum undir lögaldri. 

Ítalska lögreglan greindi frá því að ítalskur ríkisborgari hefði verið handtekinn á Íslandi, en maðurinn er grunaður um að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni af stúlkum undir lögaldri. 

Fram kemur í umfjöllun AFP að maðurinn, sem er 48 ára gamall, hafi á undanförnum þremur árum sett sig í samband við stúlkur á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að komast yfir kynferðislegt myndefni af þeim. Að sögn ítölsku lögreglunnar er maðurinn sagður hafa beitt hótunum og fjárkúgunum til að fá sínu fram. 

Fórnarlömb mannsins að minnst kosti 50 talsins

Þá segir lögreglan að fórnarlömb mannsins á Ítalíu séu um 50 talsins. Ekki liggur fyrir um heildarfjölda fórnarlamba Ítalans á heimsvísu. 

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, varaði við því í síðasta mánuði að svokölluð sæmdarkúgun (e. sextortion) væri að færast í aukana. Slíkt athæfi snýr m.a. að því að glæpamenn þvingi einstaklinga undir lögaldri til að búa til og senda þeim kynferðislegar myndir eða myndskeið. 

Svo hótar viðkomandi börnunum því að hann muni birta myndefni opinberlega nema barnið haldi áfram að búa til og senda fleiri myndir og myndskeið. 

Ekki einfalt verkefni að hafa uppi á manninum

Ítalska lögreglan segir að það hafi ekki verið einfalt verkefni að hafa uppi á manninum á Íslandi því hann gekk undir ýmsum gælunöfnum og notaði mörg erlend símanúmer til að fela slóð sína. 

Gert er ráð fyrir að  maðurinn verði framseldur til Ítalíu. 

mbl.is