Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Kynferðisbrot | 6. október 2023

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Aftur á móti er fullnustu níu mánaða refsingarinnar frestað skilorðsbundið eftir tvö ár.

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Kynferðisbrot | 6. október 2023

Brotin áttu sér stað á heimili þeirra stúlkunnar, þegar hann …
Brotin áttu sér stað á heimili þeirra stúlkunnar, þegar hann var giftur móður hennar. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Aftur á móti er fullnustu níu mánaða refsingarinnar frestað skilorðsbundið eftir tvö ár.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Aftur á móti er fullnustu níu mánaða refsingarinnar frestað skilorðsbundið eftir tvö ár.

Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni, líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum. Þá er hann sagður hafa í fleiri skipti kysst og káfað innan- og utanklæða á brjóstum og kynfærum stjúpdóttur sinnar, sem þá var 11 og 12 ára. Brotin áttu sér stað á heimili þeirra árið 2019.

Auk þess á hann að hafa rassskellt hana í að minnsta kosti eitt skipti og þannig beitt hana líkamlegri refsingu og sýnt henni vanvirðandi háttsemi. Þetta á allt að hafa gerst þegar móðir stúlkunnar var ekki heima en ákærði neitaði öllum sökum.

„Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig“

Í bréfi barnaverndar segir að stúlkan sé fædd erlendis og hafi flutt til Íslands ásamt yngri bróður, móður sinni og manninum, tveimur árum áður en brotin áttu sér stað.

Maðurinn varð stjúpfaðir stúlkunnar þegar hún var tveggja ára.

Í skýrslu sem tekin var af móður stúlkunnar lýsti hún því m.a. að maðurinn hefði verið ofbeldisfullur og „agressívur“ gagnvart stúlkunni eftir að þau fluttu til Íslands. Sagði stúlkan móður sinni frá því að maðurinn hefði misnotað sig kynferðislega. 

Í samtali við starfsmann barnaverndar sagði stúlkan að stjúpfaðir hennar hefði strokið henni innanklæða bæði um brjóst og milli fóta. Þá hefði hann kysst hana á óviðeigandi hátt og síðan spurt hvort henni þætti framganga sín óþægileg. Þegar hún játaði hefði hann sagt: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig.“

Stjúpfaðirinn þvertók fyrir lýsingar stúlkunnar.

Kallaði hann pabba sinn

Skýrsla var tekin af stúlkunni árið 2020 þar sem hún sagði manninn, sem hún kallaði pabba, hafa snert sig í fleiri en eitt skipti. 

Í skýrslu sem tekin var af manninum er haft eftir honum að „fyrir um tveimur árum [2018] hefði hún verið farin að hegða sér svolítið eins og villingur og ýtt öllum frá sér“. Þáverandi stjúpdóttir hans hefði þá oft kvartað undan verkjum í baki og hefði hann nuddað hana þar á morgnanna og hefði hún verið með bólgur við hnakkann. Hún hefði oft beðið hann um að nudda sig.

Viðurkennir að hafa rassskellt hana en neitaði öllu öðru

Í framburði sagðist maðurinn aftur á móti ekki vita hvers vegna stúlkan bæri sakir á hann og neitaði hann því alfarið að hafa kysst hana innan- eða utanklæða.

Þá kvaðst maðurinn aldrei hafa nuddað stúlkuna, þó að hann hefði sagt við rannsókn málsins að hann hefði stundum verið að nudda brotaþola á öxlum. Sagði hann að hann kallaði það ekki nudd þegar hann hefði verið að vekja hana

Maðurinn kvaðst muna eftir að hafa faðmað hana einu sinni árið 2018. Þá hefði hann einu sinni rassskellt stúlkuna eftir að hafa séð ljót kynferðisleg skilaboð í síma hennar. Hefði hann þá slegið stúlkuna með lófanum í refsingarskyni en myndi ekki hvenær það hefði gerst.

12 mánuðir í fangelsi en 9 mánuðir skilorðsbundnir

„Með háttsemi sinni braut ákærði alvarlega gegn brotaþola á heimili hennar þar sem öryggi hennar átti að vera tryggt og nýtti sér það traust sem hún bar til hans sem stjúpföður og varnarleysi hennar. Braut ákærði jafnframt á alvarlegan hátt gegn friðhelgi hennar og kynfrelsi,“ segir í dómnum.

Kemur þar jafnframt fram að maðurinn skuli sæta fangelsi í 12 mánuði en fullnustu níu mánaða af dæmdri refsingu frestað skilorðsbundið og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms.

Þá var ákærði dæmdur til greiðslu miskabóta til stúlkunnar upp á 1,2 milljónir króna, auk vaxta.

mbl.is