Annar dómur yfir Herði fyrir brot gegn börnum

Kynferðisbrot | 15. desember 2023

Annar dómur yfir Herði fyrir brot gegn börnum

Hörður Éljagrímur Sigurjónsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að senda tveimur stúlkum undir lögaldri myndir af getnaðarlim sínum á Snapchat samskiptaforritinu og viðhaft kynferðislegt tal við þær.

Annar dómur yfir Herði fyrir brot gegn börnum

Kynferðisbrot | 15. desember 2023

Hörður hefur nú hlotið tvo dóma vegna háttsemi sinnar gegn …
Hörður hefur nú hlotið tvo dóma vegna háttsemi sinnar gegn barnungum stúlkum á Snapchat. Annars vegar hlaut hann þriggja ára dóm í Landsrétti fyrr á árinu og hins vegar var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í héraði í dag fyrir fleiri brot. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hörður Éljagrímur Sigurjónsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að senda tveimur stúlkum undir lögaldri myndir af getnaðarlim sínum á Snapchat samskiptaforritinu og viðhaft kynferðislegt tal við þær.

Hörður Éljagrímur Sigurjónsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að senda tveimur stúlkum undir lögaldri myndir af getnaðarlim sínum á Snapchat samskiptaforritinu og viðhaft kynferðislegt tal við þær.

Bætist þessi dómur við fyrri dóm upp á þrjú ár sem Hörður hlaut í Landsrétti fyrr á árinu fyrir brot gegn 16 stúlkum, en hann viðhafði við þær kyn­ferðis­legt tal og sendi sum­um þeirra kyn­ferðis­leg­ar mynd­ir. Í tvö skipti reyndi hann að mæla sér mót við þær. Í því máli var hann einnig fundinn sekur um vörslu barnakláms.

Viðurkenndi sekt

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Hörður hafi sent stúlkum, annars vegar 16 ára og hins vegar 12 ára, kynferðisleg skilaboð og mynd af getnaðarlim sínum árið 2021. Með þessu var hann talinn hafa sært blygðunarsemi þeirra og sýnt henni ósiðlegt athæfi.

Hörður viðurkenndi sekt í málinu, en vísað var til þess í mati um sakhæfi hans að hann hafi á þessum tíma verið í neyslu lyfja og kannabisefna. Dómarinn segir hins vegar að þó slík neysla kunni að hafa áhrif á hegðun hans beri hann engu að síður ábyrgð á háttsemi sinni.

Vísar dómurinn til fyrra máls Harðar og segir að þar hafi hann framið fjölda brota „á hömlulausan hátt gagnvart ungum stúlkum“ sem hann sóttist eftir að eiga kynferðisleg samskipti við. Það sama eigi við um þetta mál.

Segir í dóminum að Hörður hafi sent stúlkunum skilaboð á Snapchat án þess að skeyta um það hver móttakandi þeirra væri eða um afleiðingar háttseminnar, auk þess sem brot hans hafi verið gróf. Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn í maí og yfirheyrður vegna hluta brotanna, þá hélt hann hegðun sinni áfram eftir að hafa verið látinn laus og framdi þau tvö brot sem hann er sakfelldur fyrir núna.

mbl.is